Það er til mikils að vinna fyrir Mosfellinga að taka þátt og stuðla að góðri virkni hringrásarhagkerfisins og í samræmi við markmið nýrra laga um hringrásarhagkerfið.
Verkefnið felst í að minnka magn úrgangs frá heimilum, auka úrgangaflokkun verulega og þar með endurvinnslu. Við sem íbúar þurfum að tileinka okkur nýtt viðhorf og hugsa meira um úrganginn sem eina af okkar auðlindum til að endurvinna aftur og aftur.
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir er verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Mosfellsbæ. “Ein stærsta spurningin er hvernig íbúar eiga að safna og meðhöndla matarleifar eða því sem kalla er lífúrgangur. Því er til að svara að samhliða dreifingu á tunnum fá öll heimili plastkörfur og bréfpoka til að safna matarleifum inni á heimilunum. Þessar körfur og pokar eru margreyndir í Svíþjóð og við bendum íbúum á að lesa vel leiðbeiningar um notkun þeirra til að þeir virki sem best. Bréfpokarnir verða aðgengilegir án kostnaðar á Bókasafni Mosfellsbæjar út árið 2023.” segir Katrín Dóra.
Hvernig verður nýja úrgangsflokkunarkerfi útfært?
Allir íbúar fá nýjar tunnur keyrðar heim til sín. Útkeyrsla fyrir Mosfellsbæ verður kynnt í maí. Íbúar hverfanna í bænum fá þá nánari upplýsingar um hvenær tunnurnar koma.
Við hvert sérbýli mun bætast við ein tvískipt 240 lítra grá tunna. Tvískipta tunnan verður fyrir blandaðan úrgang og matarleifar. Báðar tunnur sem fyrir eru verða endurmerktar. Gráa tunnan fyrir plastumbúðir og bláa tunnan verður áfram fyrir pappír/pappa. Þannig verða öll sérbýli með þrjár tunnur eftir breytinguna.
Við fjölbýlin bætast við brúnar 140 lítra tunnur fyrir matarleifar. Þar mun tunnum/gámum fyrir blandaðan úrgang fækka og verða endurmerktar fyrir plast. Þá verða tunnur/gámar undir pappír/pappa einnig endurmerktar. Fyrirkomulag í fjölbýlishúsum er mismunandi og leitast verður við að aðlaga fjölda og tegund tunna að þörfum hvers fjölbýlis.
Við fjölbýli með djúpgáma munum við hafa samband við þau húsfélög sem hafa þrjá djúpgáma eða færri til að finna lausn á söfnun þessara fjögurra úrgangsflokka.
Þessar aðgerðir verða framkvæmdar samtímis í öllum sveitarfélögum landsins. Sérstök áhersla er á samræmingu og samstarf sveitarfélaganna hér á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er stórt skref fyrir okkur hér í Mosfellsbæ í átt að hringrásarhagkerfinu. Við munum svo halda áfram þessari vinnu og kynnum svo næsta áfanga með haustinu.”
“Það er gott til þess að hugsa að í könnun sem að Gallup gerði árið 2022 kemur fram að 89% aðspurðra hafi heyrt um að taka ætti upp nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ekki síður ánægjulegt að 66% af þátttakenda líst vel á nýtt flokkunarkerfi heimilisúrgangs.
“Við munum halda íbúum vel upplýstum með stafrænum hætti, á vef Mosfellsbæjar og á fésbókarsíðu og í Mosfellingi.
Þá eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu með sameiginlegar upplýsingar á flokkum.is.
Loks verður starfsfólk umhverfissviðs aðgengilegt fyrir framan bóksafnið ákveðna daga í maí sem verður nánar kynnt þegar nær dregur.” segir Katrín Dóra að lokum.
Íbúar er hvattir til að hafa samband við Mosfellsbæ þegar spurningar vakna. Senda tölvupóst á netfangið mos@mos.is, nýta netspjallið á vef sveitarfélagsins eða upplýsingavefinn flokkum.is.
Lög um hringrásarhagkerfið frá alþingi og samræming úrgangsflokkunar á landsvísu
Alþingi sett lög um hringrásarhagkerfið sem tóku gildi í upphafi árs og er það hlutverk sveitarfélagsins að fylgja þeim eftir og að uppfylla þessi markmið:
- Endurvinnsla heimilisúrgangs: Markmið fyrir árið 2020 var 50% endurvinnsluhlutfall. Það fer svo hækkandi í þrepum og er 55% árið 2025, 60% árið 2030 og 65% árið 2035.
- Urðun heimilisúrgangs: Sett er markmið um að urðað verði að hámarki 10% af heimilisúrgangi árið 2035.
Samkvæmt þessum nýju lögum ber að safna og flokka úrgang frá heimili í a.m.k. sjö flokka, pappír, plast, lífúrgangur, textíll, málma, gler og spilliefni.
Við hvert heimili verða sóttir fjórir flokkar:
- pappír/pappa
- plastumbúðum
- matarleifum/lífúrgangi
- blönduðum úrgangi
Á grenndarstöðvum verða a.m.k. fjórir flokkar:
- gler
- málmar
- textíll
- skilagjaldsskyldar umbúðir
Á endurvinnslustöðvum á að skila inn öðrum flokkum s.s. spilliefni, raftækjum o.fl.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.