Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. apríl 2023

Það er til mik­ils að vinna fyr­ir Mos­fell­inga að taka þátt og stuðla að góðri virkni hringrás­ar­hag­kerf­is­ins og í sam­ræmi við markmið nýrra laga um hringrás­ar­hag­kerf­ið.

Verk­efn­ið felst í að minnka magn úr­gangs frá heim­il­um, auka úr­ganga­flokk­un veru­lega og þar með end­ur­vinnslu. Við sem íbú­ar þurf­um að til­einka okk­ur nýtt við­horf og hugsa meira um úr­gang­inn sem eina af okk­ar auð­lind­um til að end­ur­vinna aft­ur og aft­ur.

Katrín Dóra Þor­steins­dótt­ir er verk­efna­stjóri hringrás­ar­hag­kerf­is­ins hjá Mos­fells­bæ. “Ein stærsta spurn­ing­in er hvern­ig íbú­ar eiga að safna og með­höndla mat­ar­leif­ar eða því sem kalla er lífúr­gang­ur. Því er til að svara að sam­hliða dreif­ingu á tunn­um fá öll heim­ili plast­körf­ur og bréf­poka til að safna mat­ar­leif­um inni á heim­il­un­um. Þess­ar körf­ur og pok­ar eru margreynd­ir í Sví­þjóð og við bend­um íbú­um á að lesa vel leið­bein­ing­ar um notk­un þeirra til að þeir virki sem best. Bréf­pok­arn­ir verða að­gengi­leg­ir án kostn­að­ar á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar út árið 2023.” seg­ir Katrín Dóra.

Hvern­ig verð­ur nýja úr­gangs­flokk­un­ar­kerfi út­fært?

All­ir íbú­ar fá nýj­ar tunn­ur keyrð­ar heim til sín. Út­keyrsla fyr­ir Mos­fells­bæ verð­ur kynnt í maí. Íbú­ar hverf­anna í bæn­um fá þá nán­ari upp­lýs­ing­ar um hvenær tunn­urn­ar koma.

Við hvert sér­býli mun bæt­ast við ein tví­skipt 240 lítra grá tunna. Tví­skipta tunn­an verð­ur fyr­ir bland­að­an úr­g­ang og mat­ar­leif­ar. Báð­ar tunn­ur sem fyr­ir eru verða end­ur­merkt­ar. Gráa tunn­an fyr­ir plast­umbúð­ir og bláa tunn­an verð­ur áfram fyr­ir papp­ír/pappa. Þann­ig verða öll sér­býli með þrjár tunn­ur eft­ir breyt­ing­una.

Við fjöl­býlin bæt­ast við brún­ar 140 lítra tunn­ur fyr­ir mat­ar­leif­ar. Þar mun tunn­um/gám­um fyr­ir bland­að­an úr­g­ang fækka og verða end­ur­merkt­ar fyr­ir plast. Þá verða tunn­ur/gám­ar und­ir papp­ír/pappa einn­ig end­ur­merkt­ar. Fyr­ir­komulag í fjöl­býl­is­hús­um er mis­mun­andi og leit­ast verð­ur við að að­laga fjölda og teg­und tunna að þörf­um hvers fjöl­býl­is.

Við fjöl­býli með djúp­gáma mun­um við hafa sam­band við þau hús­fé­lög sem hafa þrjá djúp­gáma eða færri til að finna lausn á söfn­un þess­ara fjög­urra úr­gangs­flokka.

Þess­ar að­gerð­ir verða fram­kvæmd­ar sam­tím­is í öll­um sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Sér­stök áhersla er á sam­ræm­ingu og sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þetta er stórt skref fyr­ir okk­ur hér í Mos­fells­bæ í átt að hringrás­ar­hag­kerf­inu. Við mun­um svo halda áfram þess­ari vinnu og kynn­um svo næsta áfanga með haust­inu.”

“Það er gott til þess að hugsa að í könn­un sem að Gallup gerði árið 2022 kem­ur fram að 89% að­spurðra hafi heyrt um að taka ætti upp nýtt flokk­un­ar­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá er ekki síð­ur ánægju­legt að 66% af þátt­tak­enda líst vel á nýtt flokk­un­ar­kerfi heim­il­isúr­gangs.

“Við mun­um halda íbú­um vel upp­lýst­um með sta­f­ræn­um hætti, á vef Mos­fells­bæj­ar og á fés­bók­ar­síðu og í Mos­fell­ingi.

Þá eru sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með sam­eig­in­leg­ar upp­lýs­ing­ar á flokk­um.is.

Loks verð­ur starfs­fólk um­hverf­is­sviðs að­gengi­legt fyr­ir fram­an bók­safn­ið ákveðna daga í maí sem verð­ur nán­ar kynnt þeg­ar nær dreg­ur.” seg­ir Katrín Dóra að lok­um.

Íbú­ar er hvatt­ir til að hafa sam­band við Mos­fells­bæ þeg­ar spurn­ing­ar vakna. Senda tölvu­póst á net­fang­ið mos@mos.is, nýta net­spjall­ið á vef sveit­ar­fé­lags­ins eða upp­lýs­inga­vef­inn flokk­um.is.

Lög um hringrás­ar­hag­kerf­ið frá al­þingi og sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á landsvísu

Al­þingi sett lög um hringrás­ar­hag­kerf­ið sem tóku gildi í upp­hafi árs og er það hlut­verk sveit­ar­fé­lags­ins að fylgja þeim eft­ir og að upp­fylla þessi markmið:

  • End­ur­vinnsla heim­il­isúr­gangs: Markmið fyr­ir árið 2020 var 50% end­ur­vinnslu­hlut­fall. Það fer svo hækk­andi í þrep­um og er 55% árið 2025, 60% árið 2030 og 65% árið 2035.
  • Urð­un heim­il­isúr­gangs: Sett er markmið um að urð­að verði að há­marki 10% af heim­il­isúr­gangi árið 2035.

Sam­kvæmt þess­um nýju lög­um ber að safna og flokka úr­g­ang frá heim­ili í a.m.k. sjö flokka, papp­ír, plast, lífúr­gang­ur, tex­tíll, málma, gler og spilli­efni.

Við hvert heim­ili verða sótt­ir fjór­ir flokk­ar:

  1. papp­ír/pappa
  2. plast­umbúð­um
  3. mat­ar­leif­um/lífúr­gangi
  4. blönd­uð­um úr­gangi

Á grennd­ar­stöðv­um verða a.m.k. fjór­ir flokk­ar:

  1. gler
  2. málm­ar
  3. tex­tíll
  4. skila­gjalds­skyld­ar um­búð­ir

Á end­ur­vinnslu­stöðv­um á að skila inn öðr­um flokk­um s.s. spilli­efni, raf­tækj­um o.fl.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00