Fyrirhuguðu íbúaþingi um menntastefnu sem halda átti laugardaginn 6. nóvember frá kl. 10:00-12:00 í Helgafellsskóla hefur verið frestað til laugardagsins 20. nóvember í ljósi stöðunnar á faraldrinum. Ef ekki reynist unnt að halda íbúaþing í skólanum þann dag verður boðið upp á rafrænan íbúafund.
Markmið íbúaþings er að skapa vettvang fyrir íbúa til að hafa áhrif á mótun menntastefnu Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun og áætlað að verði gefin út í janúar 2022.
Þema íbúaþingsins er: Hvað er góður skóli?
Tengt efni
Menntastefna Mosfellsbæjar kynnt á fræðsludegi fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs
Í gær var ýtt úr vör nýrri Menntastefnu Mosfellsbæjar sem ber heitið, Heimurinn er okkar.
Heimurinn er okkar - Menntastefna Mosfellsbæjar 2022 til 2030
Menntastefna Mosfellsbæjar 2022-2030, „Heimurinn er okkar“ var samþykkt af fræðslunefnd Mosfellsbæjar á fundi nefndarinnar þann 28. mars.
Íbúaþing um menntastefnu - Taktu þátt!
Taktu þátt í rafrænu íbúaþingi um menntastefnu Mosfellsbæjar sem fer fram í dag, laugardaginn 20. nóvember, kl. 10:00-12:00.