Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.
Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðuna 1. janúar þegar losa þurfti gáminn fyrr en var gert ráð fyrir.
Bæjaryfirvöld ákváðu að bjóða upp á sérstakan gám fyrir flugeldarusl við þjónustustöð Mosfellsbæjar. Ákvörðunin var tekin með þjónustu og umhverfissjónarmið í huga. Um tilraunaverkefni var að ræða og því virkilega ánægjulegt hvað íbúar tóku vel við sér í hreinsun á flugeldarusli en losa þurfti gáminn fjórum sinnum í heildina.
Næstu áramót er stefnan að bjóða upp á fleiri gáma sem verða á stærstu grenndarstöðvunum auk þess að hafa áfram einn við þjónustustöð.
Kærar þakkir fyrir öflugt hreinsunarstarf!