Boðað er til íbúa- og kynningarfundar í samræmi við ákvæði skipulagslaga og reglugerðar vegna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis í norðausturhluta hverfisins.
Áætlað er að þar rísi fjölbreytt byggð með um 150 nýjum eignum auk búsetukjarna. Svæðið tengist hverfinu um hringtorg við Vefarastræti, Gerpulstræti og Skammadalsveg.Einnig verður til kynningar aðalskipulagsbreyting sem fylgir nýju deiliskipulagi.
Á fundinum verður farið yfir forsögn að framtíðarskipulagi 6. áfanga sama hverfis sem verður norðan af Ásahverfi. Er skipulag og skipulagslýsing þess í undirbúningi í samræmi við samþykktir skipulagsnefnda og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Fundurinn verður fimmtudaginn 14. október n.k., kl. 17:00 – 18:00 í nýjum sal Helgafellsskóla. Gengið er inn um suðurinngang skólans frá bílastæðunum sem eru fyrir miðri byggingu.
Öll gögn sem kynnt verða á fundinum verða aðgengileg á vef Mosfellsbæjar þegar skipulagið verður auglýst.
Minnum á ábyrgð einstaklinga að huga að persónulegum sóttvörnum.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: