Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. október 2021

Boð­að er til íbúa- og kynn­ing­ar­fund­ar í sam­ræmi við ákvæði skipu­lagslaga og reglu­gerð­ar vegna til­lögu að nýju deili­skipu­lagi fyr­ir 5. áfanga Helga­fells­hverf­is í norð­aust­ur­hluta hverf­is­ins.

Áætlað er að þar rísi fjöl­breytt byggð með um 150 nýj­um eign­um auk bú­setukjarna. Svæð­ið teng­ist hverf­inu um hringtorg við Vefara­stræti, Gerpulstræti og Skamma­dals­veg.Einn­ig verð­ur til kynn­ing­ar að­al­skipu­lags­breyt­ing sem fylg­ir nýju deili­skipu­lagi.

Á fund­in­um verð­ur far­ið yfir for­sögn að fram­tíð­ar­skipu­lagi 6. áfanga sama hverf­is sem verð­ur norð­an af Ása­hverfi. Er skipu­lag og skipu­lags­lýs­ing þess í und­ir­bún­ingi í sam­ræmi við sam­þykkt­ir skipu­lags­nefnda og bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

Fund­ur­inn verð­ur fimmtu­dag­inn 14. októ­ber n.k., kl. 17:00 – 18:00 í nýj­um sal Helga­fells­skóla. Geng­ið er inn um suð­ur­inn­gang skól­ans frá bíla­stæð­un­um sem eru fyr­ir miðri bygg­ingu.

Öll gögn sem kynnt verða á fund­in­um verða að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar þeg­ar skipu­lag­ið verð­ur aug­lýst.

Minn­um á ábyrgð ein­stak­linga að huga að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00