Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að við skiptingu Varmárskóla í tvo skóla muni yngri deildin bera áframa nafnið Varmárskóli.
Finna þarf nýtt nafn á þann skóla sem 7. – 10. bekkur tilheyrir.
Efnt hefur verið til nafnasamkeppni fyrir þann skóla og eru allir áhugasamir hvattir til að koma með tillögur að nýju nafni á nýjum skóla.
Frestur til að skila inn tillögum er til 27. mars.
Í dómnefndinni sitja Bjarki Bjarnason, Anna Sigríður Guðnadóttir, Ásta Kristbjörnsdóttir, Margrét Lára Höskuldsdóttir og Birgir D. Sveinsson.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Myndir frá Stóru upplestrarkeppninni 2024
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2024
Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ og var hún haldin í Lágafellsskóla.