Í Helgafellshverfi er að rísa nýr leikskóli við Vefarastræti 2-6. Leikskólinn verður fyrir allt að 150 börn á aldrinum 1 árs til 5 ára. Gert er ráð fyrir að starfsemi hans hefjist í ágúst 2025.
Nú leitum við til bæjarbúa og annarra áhugasamra um hugmyndir að nafni á leikskólann.
Taktu þátt og sendu inn þína hugmynd:
Hægt er að senda inn hugmyndir að nafni til og með 20. febrúar 2025.