Yfir 50 listamenn sýna og selja list sína á jólalistamarkaði í Listasal Mosfellsbæjar og var húsfyllir á opnun hans þann 23. nóvember síðastliðinn. Markaðurinn kemur til í framhaldi af samþykkt Menningar- og lýðræðisnefndar um að síðasta sýning ársins yrði að þessu sinni listaverkamarkaður í stað hefðbundinnar sýningar. Hugmyndin kom frá íbúa, þótti áhugaverð og til þess fallin að styðja við listafólk í bænum. Á sýningunni má finna fjölbreytt verk, allt frá litlum vatnslitamyndum, textílverkum, málverkum til lampa.
Gert er ráð fyrir því að sýningin taki breytingum meðan á henni stendur, þegar verkin á veggjunum fá nýja eigendur og önnur koma í þeirra stað. Þarna er frábært tækifæri til að finna eitthvað alveg einstakt í jólapakkann.
Jólalistamarkaðurinn stendur til og með 20. desember og er opinn alla virka daga frá kl. 9-18 og 12-16 á laugardögum.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.