Mosfellsbær í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæjargarð, upplifunar- og áningarstað í miðbæ Mosfellsbæjar.
Tilgangurinn er að skapa spennandi svæði í miðbænum sem íbúar og gestir eiga greiðan aðgang að. Hugmyndafræði hans miðast út frá framtíðarsýn bæjarins sem fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi.
Skilafrestur til og með 21. mars 2022.
Samkeppnin er opin öllum, fagfólki, hönnuðum og arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa og er sérstaklega hvatt til þverfaglegrar nálgunar.
Nánari upplýsingar:
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi