Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. desember 2010

  Hestamannafélagið HörðurHesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur hlaut í ár styrk frá Góða hirð­in­um,nytja­mark­aði Sorpu og líkn­ar­fé­laga. Góði hirð­ir­inn er góð­gerð­ar­starf­sem­iá veg­um Sorpu þar sem nýt­an­leg­um hlut­um sem hef­ur ver­ið hent er hald­ið­til haga og seld­ir.

  Hestamannafélagið HörðurHesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur hlaut í ár styrk frá Góða hirð­in­um, nytja­mark­aði Sorpu og líkn­ar­fé­laga. Góði hirð­ir­inn er góð­gerð­ar­starf­semi á veg­um Sorpu þar sem nýt­an­leg­um hlut­um sem hef­ur ver­ið hent er hald­ið til haga og seld­ir.  Ágóð­an­um af þessu er síð­an deilt út til góð­gerð­ar­mála einu sinni til tvisvar á ári.  Í ár voru það Hjálp­ar­starf Kirk­unn­ar, Hjálp­ræð­is­her­inn, Mæðra­styrksnefnd, Rauði kross­inn, Bandalag kvenna, Hringsjá, Um­hyggja, Stíga­mót og Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur sem hlutu styrki.

  Að sögn Guð­jóns Magnús­son­ar, formanns Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar, var styrk­ur­inn veitt­ur svo hægt sé að láta sér­smíða tvo hnakka fyr­ir­fatl­aða, en hesta­manna­fé­lag­ið stofn­aði fræðslu­nefnd fatl­aðra á haust­dög­um. “Við erum, skilj­an­lega, stolt­ari en orð fá lýst að vera í þess­um hópi. Ver­ið er að sér­velja 4 til 5 hesta í verk­efn­ið og verða þeir vænt­an­lega komn­ir á hús í janú­ar,” seg­ir Guð­jón.

  Hug­mynd­in er sú að fá fyr­ir­tæki eða ein­stak­linga til að taka að sér uppi­hald­ið á ein­um hesti hvert, en nú þeg­ar hef­ur einn að­ili tek­ið að sér einn hest.  “Okk­ur vant­ar því enn styrk­ar­að­ila til að greiða fyr­ir uppi­hald þriggja til fjög­urra hesta, en þar til það er í höfn leys­um við mál­ið á ann­an hátt, þrengj­um að okk­ur í eig­in hús­um og dreif­um hest­un­um á milli okk­ar ef ekki ann­að. Því lang­þráða mark­miði okk­ar, að þjálf­un fatl­aðra geti haf­ist hér í Herði, er náð og fer í gang af full­um krafti eft­ir ára­mót­in,” seg­ir Guð­jón.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00