Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. maí 2024

Mos­fells­bær hef­ur skrif­að und­ir nýj­an samn­ing við Hopp um rekst­ur á stöðvalausri deili­leigu fyr­ir raf­skút­ur í Mos­fells­bæ. Hjólin koma í dag og samn­ing­ur­inn gild­ir til 31. októ­ber 2024.

Raf­skút­ur geta kom­ið í stað styttri ferða á bif­reið­um, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hopp er tæp­lega helm­ing­ur bíl­ferða styttri en þrír kíló­metr­ar. Starf­semi Hopp í Mos­fells­bæ er sveit­ar­fé­lag­inu að kostn­að­ar­lausu en leig­an fer fram í gegn­um smá­forrit í snjallsíma þar sem að unnt er að sjá hvar næsta lausa raf­skúta er stað­sett.

Upp­hafs­stöðv­ar verða við íþróttamið­stöðv­ar og við mið­bæj­artorg en not­end­ur geta skil­ið við hjólin þar sem þeim hent­ar. Það er þó mik­il­vægt að skilja við hjólin með ábyrg­um hætti og þann­ig að þau séu ekki í vegi fyr­ir ann­arri um­ferð.

Hopp mun kynna not­end­um sín­um með reglu­bundn­um hætti að raf­skút­um skuli leggja þann­ig að ekki stafi hætta eða óþæg­indi af og í sam­ræmi við um­ferð­ar­lög. Einn­ig mun Hopp upp­lýsa not­end­ur um að þeir skuli ferð­ast á eðli­leg­um göngu­hraða þar sem hjól eru inn­an um gang­andi veg­far­end­ur t.d. á gang­stétt­um og blönd­uð­um stíg­um, í sam­ræmi við ákvæði um­ferða­laga.

Þetta er ann­að sum­ar­ið sem Hopp er í boði í Mos­fells­bæ og er það með­al ann­ars í sam­ræmi við þau markmið sem sett eru fram í um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Bæj­ar­yf­ir­völd vilja vekja sér­staka at­hygli á því að sam­kvæmt not­anda­skil­mál­um Hopp þurfa not­end­ur að hafa náð 18 ára aldri.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00