Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. desember 2009

Á dög­un­um fékk leik­skól­inn Reykja­kot jóla­kort frá ná­grönn­um sín­um í Króka­byggð 1, 1a, 3, 3a og 5.

Ástæð­an fyr­ir kort­inu er sú að þau vilja sam­gleðj­ast leik­skól­an­um vegna breyt­inga á lóð­inni og þyk­ir gam­an að hafa glaða krakka í hverf­inu. Þetta var dá­sam­legt kort sem ylj­aði starfs­fólki leik­skól­ans um hjartaræt­urn­ar. Ná­grann­arn­ir ósk­uðu eft­ir því að fá að koma í heim­sókn í leik­skól­ann og færa hon­um bóka­gjöf.

Mánu­dag­inn 21. des­em­ber komu svo full­trú­ar ná­grann­anna í heim­sókn í leik­skól­ann, Jó­hanna, Jón og Maggý, og  fengu kaffi og pip­ar­kök­ur, skoð­uðu skól­ann og spjöll­uðu við leik­skóla­stjóra og að­stoð­ar­leik­skóla­stjóra. Sú hug­mynd kom fram að stofna vina­fé­lag Reykja­kots þar sem ná­grann­ar, fyrr­ver­andi nem­end­ur og að­r­ir vel­unn­ar­ar Reykja­kots geta ver­ið með. Á nýju ári er fyr­ir­hug­að að stofna fé­lag­ið form­lega, setja markmið þess og kjósa stjórn. Strax kom fram hug­mynd að halda vina­há­tíð á Reykja­koti í vor eða sum­ar. Einn­ig voru rædd­ar hug­mynd­ir um verk­efni sem hverf­ið og leik­skól­inn geta unn­ið að í sam­ein­ingu.

Við þökk­um kær­lega fyr­ir þenn­an hlýhug og frá­bær­an stuðn­ing við Reykja­kot.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00