Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. desember 2017

Nú stend­ur yfir und­ir­bún­ing­ur þess að hliðra götu­stæð­inu á milli hring­torga við Þver­holt og Skóla­braut, auk þess sem bið­stöð stræt­is­vagna og bif­reiða­stæði verða stað­sett á milli Bratt­holts og Byggð­ar­holts.

Í fyrsta áfanga verð­ur unn­ið að færslu Skeið­holts sem fel­ur í sér gatna­gerð, end­ur­nýj­un lagna, vinnu við gang­stétt­ir og gerð hljóð-veggja í norð­ur- og suð­urenda Skeið­holts. Mið­að er við að fyrsta áfanga fram­kvæmda við hliðr­un Skeið­holts verði lok­ið í ág­úst 2018. Gera má ráð fyr­ir því að truflun verði á um­ferð frá Lág­holti, Mark­holti og Njarð­ar­holti til vest­urs að Skeið­holti þeg­ar fram­kvæmd­ir standa sem hæst. Hjá­leið­ir verða hins veg­ar opn­að­ar til aust­urs í átt að Skóla­braut og Há­holti.

Mið­að er við að und­ir­bún­ing­ur fram­kvæmda geti haf­ist á næstu vik­um og eru veg­far­end­ur beðn­ir um að virða merk­ing­ar og hraða­tak­mark­an­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00