Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan.
Starfsfólk þjónustustöðvar hefur unnið að því að hreinsa frá niðurföllum í dag og mun sú vinna halda áfram á morgun.
Íbúar eru hvattir til að huga að niðurföllum við heimili sín. Hægt er að sjá staðsetningu niðurfalla á kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Veitur > Fráveita > Niðurföll.
Tengt efni
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Gul veðurviðvörun fram að hádegi 18. janúar 2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.
Gul viðvörun vegna veðurs 1. og 2. september 2023
Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 21 á föstudagskvöld til kl. 6 á laugardagsmorgun.