Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan. Starfsfólk þjónustustöðvar hefur unnið að því að hreinsa frá niðurföllum í dag og mun sú vinna halda áfram á morgun.
Íbúar eru hvattir til að huga að niðurföllum við heimili sín. Hægt er að sjá staðsetningu niðurfalla á kortavef Mosfellsbæjar. Í valmyndinni hægra megin er smellt á Veitur > Fráveita > Niðurföll.