Á vef Mosfellsbæjar má finna ábendingakerfi, hlekkur sem er staðsettur fyrir neðan forsíðumyndina.
Við viljum hvetja fólk til að senda ábendingar í gegnum þennan hlekk þar sem möguleiki á nákvæmri staðsetningu er til staðar. Þegar staðsetning hefur verið valin er hægt að velja flokk sem ábendingin snertir t.d. rusl og sorphirða, setja inn lýsingu og í síðasta skrefinu býðst þeim sem sendir inn ábendinguna að skrá nafn og netfang og fá þannig að fylgjast með úrvinnslu erindis.
Notum rafrænar leiðir til að koma ábendingum til skila á skilvirkan og einfaldan hátt og hjálpumst að við að hafa halda bænum okkar hreinum og fínum.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025