Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021 hlýtur Hinsegin klúbbur Bólsins.
Hinsegin klúbbur félagsmiðstöðvarinnar Bólsins var stofnaður árið 2019 og er vettvangur þar sem öll geta verið þau sjálf og veita þátttakendum færi á að fræðast frekar um hinsegin málefni.
Hinsegin klúbburinn er fyrir alla krakka á aldrinum 13-18 ára en öll áhugasöm um hinsegin málefni eru velkomin og geta tekið þátt í þeim viðburðum sem haldnir eru hverju sinni. Starfsemi klúbbsins er kærkomin viðbót í flóru félagsstarfs í Mosfellsbæ en þar er meðal annars staðið fyrir fjölbreyttri fræðslu, m.a. kynfræðslu og hafa samtök eins og #Sjúkást og Eitt líf komið í heimsókn.
Loks vinnur hinsegin klúbbur Bólsins að því að brjóta niður staðalmyndir kynjanna og vinnur markvisst að framgangi jafnréttis og gegn kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
Með viðurkenningunni vill lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar fagna fjölbreytileikanum og viðurkenna þörfina fyrir öruggan vettvang fyrir hinsegin ungmenni. Mikilvægt er að tryggja að við öll sem búum í Mosfellsbæ njótum sömu mannréttinda óháð kyni, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna.
Mynd: Una Hildardóttir formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar, Katla Jónasdóttir umsjónarmaður Hinsegin klúbbsins og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.