Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2021 hlýtur Hinsegin klúbbur Bólsins.
Hinsegin klúbbur félagsmiðstöðvarinnar Bólsins var stofnaður árið 2019 og er vettvangur þar sem öll geta verið þau sjálf og veita þátttakendum færi á að fræðast frekar um hinsegin málefni.
Hinsegin klúbburinn er fyrir alla krakka á aldrinum 13-18 ára en öll áhugasöm um hinsegin málefni eru velkomin og geta tekið þátt í þeim viðburðum sem haldnir eru hverju sinni. Starfsemi klúbbsins er kærkomin viðbót í flóru félagsstarfs í Mosfellsbæ en þar er meðal annars staðið fyrir fjölbreyttri fræðslu, m.a. kynfræðslu og hafa samtök eins og #Sjúkást og Eitt líf komið í heimsókn.
Loks vinnur hinsegin klúbbur Bólsins að því að brjóta niður staðalmyndir kynjanna og vinnur markvisst að framgangi jafnréttis og gegn kynbundnu ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
Með viðurkenningunni vill lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar fagna fjölbreytileikanum og viðurkenna þörfina fyrir öruggan vettvang fyrir hinsegin ungmenni. Mikilvægt er að tryggja að við öll sem búum í Mosfellsbæ njótum sömu mannréttinda óháð kyni, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna.
Mynd: Una Hildardóttir formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar, Katla Jónasdóttir umsjónarmaður Hinsegin klúbbsins og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Tengt efni
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.
Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2022 - Hægt að tilnefna til og með 4. september
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2022 þurfa að berast fyrir 5. september
Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.