Starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var boðið upp á erindi frá Samtökunum ’78 sem bar yfirskriftina Hinsegin 101.
Þar var fjallað um hinseginleikann, kynhneigð og kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Einnig var farið yfir orðanotkun með dæmum og dæmisögum til að dýpka skilninginn á þeim hugtökum sem tengjast hinseginleikanum. Það var Íris Tanja Flygenring leikkona og verkefnisstjóri hjá Samtökunum ’78 sem sá um fræðsluna. Mikil ánægja var með erindið og umræðurnar sem fylgdu í kjölfarið. Starfsfólk Samtakanna ’78 hefur einnig verið með fræðslu í grunnskólum Mosfellsbæjar og má þar nefna Krikaskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Í júní síðastliðnum skrifuðu Mosfellsbær og Samtökin ’78 undir samstarfssamning um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk sveitarfélagsins sem starfar með börnum og ungmennum í skóla-, tómstunda- og íþróttastarfi.
Á myndinni eru Íris Tanja Flygenring, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Kristján Þór Magnússon sviðstjóri mannauðs- og starfsumhverfis.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði