Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. nóvember 2023

Starfs­fólki bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar var boð­ið upp á er­indi frá Sam­tök­un­um ’78 sem bar yf­ir­skrift­ina Hinseg­in 101.

Þar var fjallað um hinseg­in­leik­ann, kyn­hneigð og kyn­vit­und, kyn­ein­kenni og kyntján­ingu. Einn­ig var far­ið yfir orðanotk­un með dæm­um og dæmi­sög­um til að dýpka skiln­ing­inn á þeim hug­tök­um sem tengjast hinseg­in­leik­an­um. Það var Íris Tanja Flygenring leik­kona og verk­efn­is­stjóri hjá Sam­tök­un­um ’78 sem sá um fræðsl­una. Mik­il ánægja var með er­ind­ið og um­ræð­urn­ar sem fylgdu í kjöl­far­ið. Starfs­fólk Sam­tak­anna ’78 hef­ur einn­ig ver­ið með fræðslu í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar og má þar nefna Krika­skóla, Lága­fells­skóla og Varmár­skóla.

Í júní síð­ast­liðn­um skrif­uðu Mos­fells­bær og Sam­tökin ’78 und­ir sam­starfs­samn­ing um hinseg­in fræðslu, ráð­gjöf og stuðn­ing við nem­end­ur, að­stand­end­ur þeirra og starfs­fólk sveit­ar­fé­lags­ins sem starf­ar með börn­um og ung­menn­um í skóla-, tóm­stunda- og íþrótt­astarfi.


Á mynd­inni eru Íris Tanja Flygenring, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs og Kristján Þór Magnús­son svið­stjóri mannauðs- og starfs­um­hverf­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00