Menningar- og lýðræðisnefnd lagði til við bæjarráð að Mosfellsbær tæki alfarið yfir starfsemi Hlégarðs frá og með 1. maí 2023.
Í kjölfarið samþykkti bæjarráð ráðningu verkefnisstjóra Hlégarðs til allt að tveggja ára og var Hilmar Gunnarsson ráðinn og hóf hann störf þann 1. maí.
Hlutverk verkefnastjóra Hlégarðs er að halda utan um og þróa viðburði og starfsemi í Hlégarði í samvinnu við menningar- og lýðræðisnefnd. Hann hefur einnig umsjón með bæjarhátíðinni Í túninu heima, hátíðarhöldum vegna 17. júní og öðrum viðburðum á vegum Mosfellsbæjar.
Eitt áhersluatriða í menningarstefnu Mosfellsbæjar er að Hlégarður sé miðstöð lista- og menningarlífs í Mosfellsbæ. Tilgangur breytinga á rekstarfyrirkomulagi Hlégarðs er að efla menningarstarfsemi í Mosfellsbæ með því að bjóða starfandi listafólki, einstaklingum, félagasamtökum og öðrum hagaðilum rými til sköpunar, samveru og viðburðahalds.
Mynd: Diddú og Hilmar í Hlégarði.