Menningar- og lýðræðisnefnd lagði til við bæjarráð að Mosfellsbær tæki alfarið yfir starfsemi Hlégarðs frá og með 1. maí 2023.
Í kjölfarið samþykkti bæjarráð ráðningu verkefnisstjóra Hlégarðs til allt að tveggja ára og var Hilmar Gunnarsson ráðinn og hóf hann störf þann 1. maí.
Hlutverk verkefnastjóra Hlégarðs er að halda utan um og þróa viðburði og starfsemi í Hlégarði í samvinnu við menningar- og lýðræðisnefnd. Hann hefur einnig umsjón með bæjarhátíðinni Í túninu heima, hátíðarhöldum vegna 17. júní og öðrum viðburðum á vegum Mosfellsbæjar.
Eitt áhersluatriða í menningarstefnu Mosfellsbæjar er að Hlégarður sé miðstöð lista- og menningarlífs í Mosfellsbæ. Tilgangur breytinga á rekstarfyrirkomulagi Hlégarðs er að efla menningarstarfsemi í Mosfellsbæ með því að bjóða starfandi listafólki, einstaklingum, félagasamtökum og öðrum hagaðilum rými til sköpunar, samveru og viðburðahalds.
Mynd: Diddú og Hilmar í Hlégarði.
Tengt efni
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.