Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur hef­ur sett á lagg­irn­ar sér­staka fræðslu­nefnd fatl­aðra.

Að­aláhersl­ur nefnd­ar­inn­ar er að skipu­leggja og halda utan um­nám­skeið sér­hönn­uð fyr­ir fólk með fatlan­ir, hreyfi­haml­an­ir og þroska­hömlun. Einn­ig er hug­ur á að ná til fólks sem er í end­ur­hæf­ingu. Nefnd­in hef­ur í sam­starfi við Hesta­mennt sem er með mar­gra ára reynslu af vinnu með ein­stak­ling­um með fatlan­ir og hef­ur ver­ið að skipu­leggja að halda nám­skeið og vera með reið­kennslu, bæði í formi al­mennr­ar reið­kennslu og sjúkra­þjálf­unn­ar.

“Það hef­ur lengi ver­ið draum­ur Harð­ar­manna að leggja okk­ar af mörk­um til að fatl­að­ir ein­stak­ling­ar geti stundað reið­mennsku og var það eitt af mark­mið­um þeg­ar ráð­ist var í hönn­un reið­hall­ar­inn­ar sem var vígð i nóv­em­ber 2009,” seg­ir Gyða Árný Helga­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Herði. “Draum­ur okk­ar var að þjálf­un fatl­aðra ætti hér góða að­stöðu og er allt fyr­ir­komulag reið­hall­ar­inn­ar mið­að við að svo geti orð­ið. Það voru sett­ar stór­ar inn­keyrslu­dyr á hús­ið og ríf­legt svæði við þær fram­an við reið­völl­inn sem gefa færi á að keyra inn bíla með fatl­aða ein­stak­linga en hægt er að aka að sér­stakri lyftu til að auð­velda praktísku hlut­ina. Þessi lyfta var gjöf frá Jón Levy sem lét smíða hana þeg­ar hann átti orð­ið erfitt með að kom­ast á bak vegna MS sjú­dóms,” seg­ir Gyða.

Ver­ið að leggja lín­urn­ar fyr­ir starf­ið sem mun von­andi hefjast eft­ir ára­mót­in 2010 – 2011. Nefnd­in hef­ur hug á að halda úti þess­um nám­skeið­um reglu­lega og jafn­vel þróa þetta út í sér­tíma þar sem fólk get­ur kom­ið og brugð­ið sér á bak und­ir hand­leiðslu fag­fólks á þeirra eig­in for­send­um. Und­an­far­ið hef­ur ver­ið unn­ið að því að koma út styrt­kt­ar­beiðn­um til fyr­ir­tækja fyr­ir að­stöðu 4 – 5 hrossa sér­stak­lega valin til þessa verk­efn­is til að hafa í húsi í a.m.k. 1 ár til að byrja með . Einn­ig verða styrkt­ar­beiðn­ir send­ar út til að safna fyr­ir sér­smíð­uð­um hnökk­um fyr­ir ein­stak­linga með fötlun. Von­ast er til að ein­hver mynd verði komin á starf­ið um næstu ára­mót.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00