Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. október 2020

Heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur fall­ist á til­lög­ur sótt­varna­lækn­is um hert­ar sam­komutak­mark­an­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og taka þær gildi í dag, 7. októ­ber.

Sam­komutak­mark­an­ir sem kynnt­ar voru í gær gilda óbreytt­ar ann­ars stað­ar á land­inu. Gild­is­tími þess­ara tak­mark­ana er til og með 19. októ­ber.

Með höf­uð­borg­ar­svæð­inu er átt við Reykja­vík, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Kjós­ar­hrepp, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað, Garða­bæ og Kópa­vog.

Hert­ar tak­mark­an­ir fela í sér eft­ir­far­andi:

  • Ná­lægð­ar­mörk 2 metr­ar: Ná­lægð­ar­mörk verða 2 metr­ar. Það á einn­ig við í öll­um skól­um, að und­an­skild­um börn­um fædd­um 2005 og síð­ar.
  • Þjón­usta sem krefst snert­ing­ar eða mik­ill­ar nánd­ar: Starf­semi og þjón­usta sem krefst snert­ing­ar eða ef hætta er á snert­ingu milli fólks eða mik­ill­ar ná­lægð­ar er óheim­il. Þetta á við svo sem um hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stof­ur, húð­flúr­un­ar­stof­ur og aðra sam­bæri­lega starf­semi. Fram­an­greint á þó ekki við um starf­semi heil­brigð­is­starfs­fólks við veit­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu en í þeim til­vik­um er skylt að nota and­lits­grím­ur.
  • Versl­an­ir: Við­skipta­vin­um versl­ana verð­ur skylt að bera and­lits­grím­ur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um.
  • Sund- og bað­stað­ir: Sund- og bað­stöð­um verð­ur lokað.
  • Íþrótt­ir og lík­ams­rækt inn­an­dyra óheim­il: Lík­ams­rækt, íþrótt­ast­arf og sam­bæri­leg starf­semi sem krefst snert­ing­ar eða hætta er á snert­ingu á milli fólks eða mik­illi ná­lægð, eða þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um bún­aði get­ur haft smit­hættu í för með sér er óheim­il inn­an­dyra.
  • Íþrótt­ir ut­an­dyra: Íþrótt­ir ut­an­dyra eru heim­il­ar en áhorf­end­ur á íþrótta­við­burð­um ut­an­dyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorf­end­ur skulu bera grímu og sitja í merkt­um sæt­um.
  • Sviðslist­ir: Á við­burð­um svo sem í leik­hús­um, kvik­mynda­hús­um, á tón­leik­um o.þ.h. mega gest­ir ekki vera fleiri en 20 að há­marki. Gest­ir skulu all­ir bera grímu og sitja í merkt­um sæt­um.
  • Veit­inga­stað­ir: Þeir veit­inga­stað­ir sem mega hafa opið (krár og skemmti­stað­ir skulu vera lok­að­ir) mega ekki hafa opið leng­ur en til kl. 21.00.

Börn fædd 2005 og síð­ar:

  • Skóla­sund: Þrátt fyr­ir lok­un sund­staða er heim­ilt að halda úti skóla­sundi fyr­ir börn fædd 2005 og síð­ar.
  • Íþrótta- og æsku­lýðs­starf­semi og tóm­stund­ir barna sem eru fædd 2005 og síð­ar er heim­il.
  • Keppnisvið­burð­ir: Keppnisvið­burð­ir barna sem fædd eru 2005 og síð­ar þar sem hætta er á blönd­un hópa um­fram hefð­bundn­ar æf­ing­ar eru óheim­il­ir.
  • Ná­lægð­ar- og fjölda­mörk: Líkt og áður gilda ná­lægð­ar- og fjölda­mörk ekki um börn fædd 2005 og síð­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00