Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. júlí 2020

Á há­degi þann 31. júlí næst­kom­andi taka gildi hert­ar að­gerð­ir inn­an­lands og á landa­mær­um vegna COVID-19 sem standa í tvær vik­ur, út 13. ág­úst nk.

Ákvörð­un­in er í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur sam­þykkt.

Um að­gerð­ir inn­an­lands frá 31. júlí:

  • Tak­mörk­un á fjölda sem kem­ur sam­an mið­ast við 100 ein­stak­linga. Börn fædd 2005 eða síð­ar eru und­an­skilin.
  • Hvar sem fólk kem­ur sam­an og í allri starf­semi verði við­höfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga.
  • Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga er kraf­ist notk­un­ar and­lits­grímu sem hyl­ur nef og munn. Þetta á t.d. við um al­menn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og far­þega­ferj­ur, og starf­semi s.s. hár­greiðslu­stof­ur og nudd­stof­ur. And­lits­grím­ur sem not­að­ar eru utan heil­brigð­is­þjón­ustu ættu að upp­fylla kröf­ur sem sett­ar eru fram í leið­bein­ing­um sótt­varna­lækn­is.
  • Vinnu­stað­ir, op­in­ber­ar bygg­ing­ar, versl­an­ir og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru opin al­menn­ingi skipu­leggi starf­semi sína í sam­ræmi við of­an­greint og tryggi að ekki séu fleiri en 100 ein­stak­ling­ar í sama rými og að í minni rým­um séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga.
  • Versl­an­ir, op­in­ber­ar bygg­ing­ar og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem eru opin al­menn­ingi tryggi að­g­ang að hand­sótt­hreinsi fyr­ir al­menn­ing og starfs­menn við inn­ganga og í grennd við yf­ir­borð sem marg­ir snerta s.s. snerti­skjái og af­greiðslu­kassa, sinni vel þrif­um og sótt­hreins­un yf­ir­borða eins oft og unnt er og minni al­menn­ing og starfs­menn á ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir með merk­ing­um og skilt­um.
  • Sund­laug­ar og veit­inga­stað­ir tryggi að gest­ir geti haft 2 metra bil á milli sín í öll­um rým­um með fjölda­tak­mörk­un í sam­ræmi við stærð hvers rým­is.
  • Sótt­varna­lækn­ir legg­ur til að starf­semi sem í eðli sínu fel­ur í sér að gest­ir noti sam­eig­in­leg­an bún­að s.s. íþrótt­ast­arf, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, spila­kass­ar og spila­sal­ir geri hlé á starf­semi eða sótt­hreinsi slík­an bún­að milli not­enda.
  • Sótt­varna­lækn­ir legg­ur til að söfn, skemmti­stað­ir og að­r­ir op­in­ber­ir stað­ir geri hlé á starf­semi sé ekki hægt að tryggja að far­ið sé eft­ir fjölda­tak­mörk­un eða að bil milli ótengdra að­ila sé yfir 2 metr­um.
  • Opn­un­ar­tími skemmti- og vín­veit­inga­staða verð­ur áfram til kl. 23:00.

Að­gerð­ir efld­ar á landa­mær­un­um frá 31. júlí:

Sótt­varna­lækn­ir mæl­ir með að tvö­föld sýna­taka, við komu og á degi 4-6 ef fyrra sýn­ið er nei­kvætt, verði út­víkk­uð til allra sem hing­að koma frá áhættu­svæð­um og dvelja hér 10 daga eða leng­ur með ráð­stöf­un­um í sam­ræmi við það sem nefnt hef­ur ver­ið heim­komu­smit­gát þar til nei­kvæð nið­ur­staða fæst úr seinni sýna­töku. Ef þessi ráð­stöf­un ber ekki ár­ang­ur og inn­lend smit koma upp tengd komufar­þeg­um þrátt fyr­ir beit­ingu of­an­greindra ráð­staf­ana þarf hugs­an­lega að efla að­gerð­ir á landa­mær­um enn frek­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00