Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. janúar 2019

Skólast­arf hófst í Helga­fells­skóla mánu­dag­inn 14. janú­ar.

Fyrstu nem­end­ur skól­ans eru 105 tals­ins í 1.–5. bekk en þeir voru í Brú­ar­landi á haustönn. Þann 1. fe­brú­ar næst­kom­andi opn­ar fyrsta af fjór­um leik­skóla­deild­um og þá munu bæt­ast við um 20 fjög­urra og fimm ára nem­end­ur.

Dag­inn áður en skóla­starf­ið hófst, sunnu­dag­inn 13. janú­ar, var opið hús í Helga­fells­skóla. Þá bauðst for­eldr­um, nem­end­um og öðr­um sem áhuga höfðu að koma, skoða skól­ann og ræða við starfs­fólk um skóla­starf­ið. Verð­andi nem­end­ur og starfs­menn skól­ans sýndu dans og sungu fyr­ir gesti.

Spenn­ing­ur fyr­ir nýj­um skóla

„Marg­ir lögðu leið sína í skól­ann þenn­an dag og áætl­um við að um 600 manns hafi kom­ið í heim­sókn,“ seg­ir Rósa Ingvars­dótt­ir skóla­stjóri.

„Það sem stóð upp úr eft­ir dag­inn var spenn­ing­ur í nem­end­um fyr­ir að hefja nám í nýj­um og fal­leg­um skóla. For­eldr­ar voru ánægð­ir með að fá loks­ins skóla í hverf­ið og þurfa ekki að taka aukakrók með börn­in í skól­ann á morgn­ana. Í pósti til for­eldra fyr­ir opna hús­ið voru for­eldr­ar hvatt­ir til að ganga í skól­ann þenn­an sunnu­dag og finna bestu leið­ina í skól­ann með börn­um sín­um.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00