Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. september 2021

Helga­fells­skóli var af­hent­ur Mos­fells­bæ í form­legri at­höfn í skól­an­um þann 7. sept­em­ber að við­stödd­um bæj­ar­full­trú­um, nefnd­ar­mönn­um í fræðslu­nefnd, starfs­mönn­um fræðslu- og frí­stunda­sviðs og um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Und­ir­bún­ing­ur að bygg­ingu Helga­fells­skóla hófst í árs­byrj­un 2015. Stýri­hóp­ur verk­efn­is­ins var skip­að­ur bæj­ar­stjóra, fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs, fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, skóla­stjóra Helga­fells­skóla auk verk­efna­stjóra verk­efn­is­ins þeim Ósk­ari Gísla Sveins­syni, deild­ar­stjóra ný­fram­kvæmda hjá Mos­fells­bæ og Söndru Dís Dag­bjarts­dótt­ur frá VSÓ.

Hönn­un Helga­fells­skóla var á hönd­um Yrki Arki­tekt­ar og VSB verk­fræði­stofa. Í árs­byrj­un 2019 var 1.-4. áfangi skól­ans tekn­ir í notk­un og nú tveim­ur árum síð­ar eru 2.-3. áfangi skól­ans til­bún­ir. Í þeim hluta skól­ans verð­ur 7.-10. bekk­ur auk sér­greina­stofa skól­ans eins og raun­greina­stof­ur, lista­smiðj­ur og gróð­ur­hús svo nokk­uð sé nefnt. Þá er í þess­um áfanga vel bú­inn há­tíð­ar­sal­ur.

Skól­inn af­hent­ur á rétt­um tíma og und­ir kostn­að­ar­áætlun

Fyr­ir­tæk­ið Flot­gólf vann að upp­bygg­ingu 2.-3. áfanga Helga­fells­skóla og tókst þrátt fyr­ir ut­an­að­kom­andi taf­ir að halda verk­inu á áætlun. Mos­fells­bær vil sér­stak­lega hrósa fyr­ir­tæk­inu fyr­ir vand­aða vinnu, góð og upp­byggi­leg sam­skipti á bygg­ing­ar­tím­an­um og ein­staka til­lits­semi gangvart starf­semi þess hluta skól­ans sem starf­aði á bygg­ing­ar­tím­an­um. Eft­ir­lits­að­ili með verk­inu var fyr­ir­tæk­ið Verk­sýn.

Kostn­aðar­rammi 2.-3. áfanga var áætl­að­ur rúm­ir 2,3 millj­arð­ar króna og er heild­ar­kostn­að­ur við bygg­ingu þessa áfanga áætl­að­ur um 98% af kostn­aðar­ramma. Það er því ánægju­legt að segja frá því að verk­efn­ið í heild er í senn inn­an kostn­aðar­ramma og tím­aramma sem all­ir þeir að­il­ar sem að verk­efn­inu hafa kom­ið geta ver­ið stolt­ir af.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00