Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Fram­kvæmd­ir Helga­fells­skóla ganga vel og eru á áætlun.

Stefnt er á að 1. – 5. bekk­ur og elsti ár­gang­ur í leik­skóla byrji í skól­an­um eft­ir ára­mót.

Á fundi bæj­ar­ráðs þann 12. apríl sl. var sam­þykkt að fram­kvæmd­um við Helga­fells­skóla yrði flýtt og geng­ið frá sam­komu­lagi um fulln­að­ar­hönn­un 2. – 4. áfanga Helga­fells­skóla. Bygg­ir sú ákvörð­un fyrst og fremst á því að hraði upp­bygg­ing­ar­inn­ar í Helga­fells­hverfi er meiri en bú­ist var við í upp­hafi en fjölg­un íbúa Mos­fells­bæj­ar í fyrra var 8,2% og auð­vitað sýnu meiri í Helga­fells­hverfi. Gera má ráð fyr­ir því að síð­ust bygg­ingaráfang­ar Helga­fells­skóla verði boðn­ir út á fyrri hluta árs 2019.

Helga­fells­skóli

Fyrsta skóflu­stung­an að nýj­um leik- og grunn­skóla í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ var tekin mið­viku­dag­inn 7. des­em­ber 2016.

Bygg­ing skól­ans er stærsta ein­staka fram­kvæmd sveit­ar­fé­lags­ins á næstu miss­er­um. Heild­ar­stærð húss­ins verð­ur um 7300 fm. Skól­inn er byggð­ur í fjór­um áföng­um og verð­ur fyrsti áfangi tek­inn í notk­un byrj­un árs 2019. Upp­bygg­ing­ar­hraði mun að ein­hverju leyti taka mið af upp­bygg­ingu hverf­is­ins.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00