Þættirnir Heima með Helga slógu eins og frægt er orðið í gegn þegar Covid reið yfir landið á vordögum.
Þrátt fyrir nafnið voru þættirnir ekki teknir upp heima hjá Helga sjálfum, heldur var Hlégarður, félagsheimili Mosfellinga, tökustaðurinn. Nú standa yfir tökur á nýjum sjónvarpsþætti með Helga Björnssyni og aftur er Hlégarður vettvangurinn. Þar sem lítið hefur verið um viðburði og mannamót undanfarna mánuði vegna samkomubanna er jákvætt að Hlégarður hafi fengið þetta nýja hlutverk tímabundið. Þetta hefur í för með sér að næstu vikurnar er húsið undirlagt fyrir æfingar og upptökubúnað.
Þegar líður á haustið standa vonir til þess að hægt verði að hefja fyrsta áfanga endurbóta sem meðal annars fela í sér endurnýjun gólfefna. Því má gera ráð fyrir því að ekki verði unnt að halda viðburði í Hlégarði fyrr en á nýju ári.
Tengt efni
Hersetin sveit í Hlégarði
Það var margt um manninn í félagsheimilinu Hlégarði fimmtudaginn 21. mars þegar tæplega 250 gestir mættu á Sögukvöld.
Grindvíkingum boðið á jólatónleika í Hlégarði
Tónlistarkonan Greta Salóme í samstarfi við Mosfellsbæ ætla að bjóða Grindvíkingum á jólatónleika í félagsheimili Mosfellinga, Hlégarði, sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.