Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. september 2020

Þætt­irn­ir Heima með Helga slógu eins og frægt er orð­ið í gegn þeg­ar Covid reið yfir land­ið á vor­dög­um.

Þrátt fyr­ir nafn­ið voru þætt­irn­ir ekki tekn­ir upp heima hjá Helga sjálf­um, held­ur var Hlé­garð­ur, fé­lags­heim­ili Mos­fell­inga, tökustað­ur­inn. Nú standa yfir tök­ur á nýj­um sjón­varps­þætti með Helga Björns­syni og aft­ur er Hlé­garð­ur vett­vang­ur­inn. Þar sem lít­ið hef­ur ver­ið um við­burði og manna­mót und­an­farna mán­uði vegna sam­komu­banna er já­kvætt að Hlé­garð­ur hafi feng­ið þetta nýja hlut­verk tíma­bund­ið. Þetta hef­ur í för með sér að næstu vik­urn­ar er hús­ið und­ir­lagt fyr­ir æf­ing­ar og upp­töku­bún­að.

Þeg­ar líð­ur á haust­ið standa von­ir til þess að hægt verði að hefja fyrsta áfanga end­ur­bóta sem með­al ann­ars fela í sér end­ur­nýj­un gól­f­efna. Því má gera ráð fyr­ir því að ekki verði unnt að halda við­burði í Hlé­garði fyrr en á nýju ári.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00