Mánudaginn 3. maí næstkomandi hefst heilsuvika í Mosfellsbæ undiryfirskriftinni Förum heilbrigð inn í sumarið.
Heilsuvikunni lýkur laugardaginn 8. maí með heilmikilli heilsuhátíð við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Vikan 3. maí til 8. maí verður heilsuvika í Mosfellsbæ. Mosfellingar eru af því tilefni hvattir til að nota tækifærið og skerpa á heilbrigðum lífsháttum sínum. Heilsuvika í Mosfellsbæ er tilvalið tækifæri til þess að setja af stað eitt allsherjar fjölskylduátak þar sem allir taka höndum saman í eina viku og neyta hollrar fæðu og stunda útivist og hreyfingu og fara þannig saman heilbrigð inn í sumarið.
Dagskrá Heilsuviku
3.-8. maí: Fellaþrenna
Allir geta farið á eitt, tvö eða þrjú fell í nágrenni Mosfellsbæjar: Helgafell, Úlfarsfell og Reykjafell og sótt þar miða sem er í boxi hjá appelsínugulri veifu, skráð nafn sitt á miðann og skilað í íþróttahúsið að Varmá. Útdráttarverðlaun – 3 heppnir fellafarar fá vinning.
6. maí kl. 20: Brennókeppni
Allir velkomnir að taka þátt í brennókeppni sem haldin verður á sparkvelli Lágafellsskóla.
8. maí: Heilsutengd skemmtidagskrá verður í Íþróttamiðstöðinni að Varmá milli 12:00 – 14:00
- Frítt í sund fyrir alla í Varmárlaug kl. 10:00-15:00
- Hoppukastali fyrir börnin.
- Fjölskyldu- og skemmtihlaup fyrir unga og aldna.
Tímasetning á hlaupi:
- 12:00 Leikskólahlaup einn hringur á íþróttavellinum. Fígúrur frá Leikfélagi Mosfellssveitar leiða hlaupið. Að hlaupinu loknu fá öll börn verðlaunapening.
- 12:30 Ræst af stað frá íþróttavellinum í 3 KM og 5 KM hlaup/göngu.
Allir fá verðlaunapening að hlaupi loknu.
Heilsutengdar kynningar á heilsuhátíðinni 8. maí
Himnesk hollusta – Heilsugúrúinn Sólveig Eiríksdóttir, Solla, sem rekur heilsufyrirtækið Himneska hollustu, verður með ýmis konar fróðleik um hollustu og heilbrigt mataræði og miðlar af þekkingu sinni í matreiðslu og neyslu grænmetisfæðis.
Ráðgjöf um mataræði – Guðrún Adólfsdóttir matvælafræðingur frá Sýni verður á staðnum milli kl. 12 og 14 og svarar öllum spurningum er tengjast næringu – munið að allar spurningar eru leyfðar.
Blóðþrýstingsmælingar og hæðarmælingar – Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni verður á staðnum og býður upp á blóðþrýstingsmælingar fyrir þá sem þess óska og hæðarmælingar og fleira skemmtilegt fyrir börnin.
Beinvernd – Beinþéttnimælingar – Fulltrúi frá Beinvernd, landssamtaka áhugafólks um beinþynningu, mælir beinþéttni í þeim sem þess óska, en mæling á beinþéttni er mikilvægur þáttur eða vísbending sem segir til um hættuna á því að brotna af völdum beinþynningar.
Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt í heilsuvikunni og sýna og sanna að Mosfellsbær er sannkallaður heilsubær.
Tengt efni
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí 2024
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.