Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu.
Á síðasta ári var hleypt af stokkunum þriggja mánaða tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class í Mosfellsbæ. Mjög vel var tekið í það verkefni og mikil þátttaka var því ákveðið að halda áfram á nýju ári að bjóða eldri borgurum upp á heilsueflandi hreyfingu á góðum kjörum.
Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að World Class veitir helmings afslátt á þriggja mánaða korti fyrir eldri borgara og ráðnir hafa verið íþróttakennarar sem halda utan um hópinn, stýra leikfimitímum og veita leiðbeiningar í tækjasal. Kostnaður vegna kennara er greiddur af Mosfellsbæ.
Námskeiðið er fyrir fólk 67 ára og eldra sem er með lögheimili í Mosfellsbæ. Kennslan fer fram í formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal. Kennarar verða þær Halla Karen Kristjánsdóttir og Sigrún Ingvadóttir.
Nýliðanámskeið fyrir byrjendur: Boðið er upp á 2 hópa og hófst kennsla 21. janúar. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 9:30 og 10:30.
Framhaldsnámskeið: Hófst þriðjudaginn 8. janúar, kennt er tvisvar sinnum í viku þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10-11 eða kl. 11-12.
Námskeiðið kostar 15.595 kr. eða 5.198. kr. á mánuði. Námskeiðið stendur í 12 vikur og er greitt fyrir námskeiðið með eingreiðslu við skráningu.
Þátttakendur í námskeiðinu hafa fullan aðgang að World Class og Lágafellslaug á öðrum tímum dags meðan á námskeiðinu stendur.
Skráning í síma 566-7888 eða í netfang: alfa@worldclass.is.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Elva Björg Pálsdóttir s. 586-8014 / 698-0090 eða í netfangi elvab@mos.is.