Nú er haustfrí framundan í skólum Mosfellsbæjar og samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum er fólk hvatt til að ferðast ekki í haustfríinu að þessu sinni og eiga gott frí heimavið.
Samstaðan er besta sóttvörnin.
Það er því tilvalið að skoða allt það skemmtilega sem er hægt að gera í fallega heilsueflandi bænum okkar:
- Ratleikur úr Álafosskvos og um Reykjalundarskóg
- Skógarferð með kakó, týna köngla og þurrka í jólaskraut eða týna lauf og útbúa listaverk úr þeim
- Spila blak á strandblakvellinum á Stekkjarflöt
- Leika á Stekkjarflöt
- Gönguferð á fellin
- Fjöruferð
- Spila stinger á einhverjum af körfuboltavöllunum, sjá leiðbeiningar um hvernig á að spila stinger (pdf)
- Gönguferð um Ævintýragarðinn
- Fá lánaðar bækur, diska og fleira á bókasafninu
- Fá lánuð kökumót á bókasafni til að baka köku
- Taka þátt í bókarkápugetraun bókasafnsins
- Labba að Helgufossi í Mosfellsdal
- Labba að Tungufossi
- Hjólaferð
- Frisbígolf í Ævintýragarðinum
- Prófa allskonar leikvelli
Svo er hægt að spila heimavið, baka og finna uppá allskonar skemmtilegum hlutum eins og þessum frábæru hugmyndum frá síðunni Færni til framtíðar.
English:
Mosfellsbær schools will be closed October 22nd – 27th due to autumn break. We encourage people to explore local family friendly activities, for example: Treasure hunt at Álafosskvos, beach volleyball at Stekkjarflöt and disc golf at Ævintýragarðurinn. In addition Mosfellsbær’s extensive network of paths and routes for walkers, hikers and cyclists ensures that the whole family can enjoy the outdoors.