Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. ágúst 2009

Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ var sett­ur í fyrsta sinn í dag við há­tíð­ar­við­höfn að við­stöddu fjöl­menni.

Mennta­mála­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, flutti ávarp ásamt Árna Páli Árna­syni, fé­lags­mála­ráð­herra og fyrsta þing­manni kjör­dæm­is­ins, Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra, Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur og fleir­um.

Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar spil­aði fyr­ir utan Brú­ar­land þeg­ar gesti bar að garði.

Har­ald­ur Sverris­son og Karl Tóm­asson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, færðu Guð­björgu Að­al­bergs­dótt­ur skóla­meist­ara, gjöf frá Mos­fells­bæ í til­efni dags­ins. Gjöfin var klukka sem hengja má á vegg og nota til að hringja inn og út úr tím­um.

Fram­halds­skól­inn starf­ar í end­ur­gerðu hús­næði að Brú­ar­landi sem byggt var á þriðja ára­t­ug síð­ustu ald­ar og var fyrsti barna­skóli Mos­fell­inga. Skól­inn mun starfa þar í um tvö ár eða uns byggt hef­ur ver­ið nýtt skóla­hús­næði í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar. Stefnt er að því að hönn­un­ar­sam­keppni um nýj­an skóla fari af stað í haust.

Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ er nýr fram­halds­skóli sem kenn­ir sig við auð­lind­ir og um­hverfi í víð­um skiln­ingi og eru þær áhersl­ur sam­flétt­að­ar við skóla­starf­ið. Þar er jafnt átt við auð­lind­ir í nátt­úr­unni sem og mannauð með áherslu á lýð­heilsu og menn­ing­ar­leg­ar auð­lind­ir.

Enn frem­ur er stefnt að því að gera um­hverfi skól­ans að lif­andi þætti í skóla­starf­inu þar sem hug­að verð­ur m.a. að nátt­úru­fræði um­hverf­is­ins, virð­ingu fyr­ir um­hverf­inu og hvern­ig njóta má um­hverf­is­ins og nýta á skyn­sam­leg­an hátt.

Hug­mynda­fræði og kennslu­hætt­ir skól­ans ein­kenn­ast af því að nem­end­ur eru virk­ir þátt­tak­end­ur í eig­in námi, öðl­ast sjálf­stæði og stjórna náms­hraða sín­um með góð­um stuðn­ingi kenn­ara og náms­ráð­gjafa. Not­að­ar verða fjöl­breytt­ar verk­efnamið­að­ar kennslu­að­ferð­ir og náms­mat sem er stöð­ugt í gangi og mið­ast við hug­mynd­ir um leið­sagn­ar­mat.

Upp­lýs­inga­tækn­in verð­ur not­uð til að auka fjöl­breytni í skóla­starf­inu og fyr­ir utan náms­efni í kennslu­bók­um verð­ur allt náms­efni, áætlan­ir, verk­efni og upp­lýs­ing­ar að­gengi­legt í gegn­um kennslu­kerfi skól­ans á net­inu. Stundatafla nem­enda er sveigj­an­leg þann­ig að nem­end­ur stjórna hluta af tíma sín­um sjálf­ir.

Skól­inn legg­ur áherslu  á að bjóða öll­um nem­end­um metn­að­ar­fullt nám og að það sé sam­eig­in­legt markmið nem­enda og kenn­ara að nem­end­ur nái góð­um ár­angri.

Síð­ast en ekki síst er mik­il áhersla lögð á að byggja upp öfl­ugt og skemmti­legt fé­lags­líf nem­enda þar sem all­ir nem­end­ur geta fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00