Það verður haldið upp á þjóðhátíðardaginn með pompi og pragt í Mosfellsbæ. Frá kl. 13:00 er boðið upp á lýðveldisbollakökur í Kjarna og tilvalið að næla sér í eina áður en lagt er af stað í skrúðgöngu frá Miðbæjartorgi kl. 13:30. Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgönguna sem fer um Þverholt, Skeiðholt og Skólabraut að Hlégarði. Á túninu við Hlégarð tekur við fjölbreytt fjölskyldudagskrá með góðum gestum. Þar má nefna Bolla og Bjöllu úr Stundinni okkar, Leikhópinn Lottu, VÆB bræðurna og Línu Langsokk.
Afturelding stendur fyrir glæsilegu kaffihlaðborði í Hlégarði og hoppukastalar, skátaleikir, sölutjöld og andlitsmálun eru á sínum stað.
Dagskrá:
Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju
Prestur: Sr. Henning Emil Magnússon. Skátar standa heiðursvörð.
Kl. 12:00 Hátíðardagskrá við Varmárlaug
Hátíðardagskrá í tilefni 60 ára vígsluafmælis laugarinnar og 60 ára afmælis Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar.
Kl. 13:00 Lýðveldisbollakökur í Kjarna
Lýðveldisbollakökur í boði í Kjarna í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins.
Kl. 13:30 Skrúðganga frá Miðbæjartorginu
Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgöngu að Hlégarði.
Kl. 14:00 Fjölskyldudagskrá við Hlégarð
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu.
- Ávarp fjallkonu og hátíðarræða.
- Bolli og Bjalla úr Stundinni okkar kynna dagskrána.
- Silvía Erla og Árni Beinteinn, úr þáttunum Bestu lög barnanna, syngja og dansa.
- Lína Langsokkur og Leikfélag Mosfellssveitar.
- Solla stirða og Halla hrekkjusvín.
- Lotta mætir með atriði úr Ævintýraskógi leikhópsins.
- VÆB bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi.
- Glæsilegt kaffihlaðborð í Hlégarði
- Hoppukastalar, skátaleikir, sölutjöld og andlitsmálun.
Kl. 16:00 Aflraunakeppni
Keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands (-90 kg og -105 kg) og Stálkonan 2024 á Hlégarðstúninu. Hjalti Úrsus heldur utan um árlega aflraunakeppni.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos