Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júní 2017

Fram und­an er við­burða­rík helgi í Mos­fells­bæ.

Laug­ar­dag­inn 17. júní fara fram mik­il há­tíð­ar­höld á þjóð­há­tíð­ar­degi Ís­lend­inga. Á sunnu­dag­inn fer svo fram hið ár­lega Kvenna­hlaup þar sem hundruð­ir kvenna hitt­ast að Varmá og hlaupa eða ganga sér til skemmt­un­ar.

Laug­ar­dag­ur 17. júní

Há­tíð­ar­dagskrá á sjálf­an þjóð­há­tíð­ar­dag­inn hefst í Lága­fells­kirkju kl. 11:00 þar sem ár­leg há­tíð­ar­guðs­þjón­usta fer fram og skát­ar standa heið­ursvörð. Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar mun vígja nýj­an strand­bla­kvöll á úti­vist­ar­svæð­inu Stekkj­ar­flöt við Ála­fosskvos. Upp­setn­ing á vell­in­um er fyrsta verk­efn­ið sem lít­ur dags­ins ljós eft­ir kosn­ing­una í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó. Stekkj­ar­flöt – úti­vistarpara­dís fékk þar flest at­kvæði. Bikar­meist­ar­ar karla og kvenna í blaki munu leika vígslu­leik­inn og í kjöl­far­ið mun blak­deild­in standa fyr­ir móti fyr­ir börn og ung­linga.

Skrúð­ganga verð­ur frá Mið­bæj­ar­torg­inu kl. 13:45 og munu skát­ar úr Mosverj­um leiða göng­una nið­ur að Hlé­garði. Geng­ið er nið­ur Þver­holt og Bo­ga­tanga í átt að hest­in­um á hring­torg­inu ofan hest­húsa­hverf­is­ins. Það­an er geng­ið upp skóla­braut­ina í átt að Hlé­garði. Barnadagskrá hefst við Hlé­garð kl. 14:00. Þar verða hoppu­kastal­ar, skáta­leik­ir, and­lits­málun og fleira fyr­ir krakk­ana. Á svið­inu munu m.a. koma fram Solla stirða, Sveppi og Villi, Aron Hann­es, dans­hóp­ur og söngv­ar­ar úr Mos­fells­bæ.Að lok­inni barnadagskrá tek­ur við keppn­in Sterk­asti mað­ur Ís­lands í um­sjá Hjalta Úr­sus.

Aft­ur­eld­ing verð­ur með sitt glæsi­lega kaffi­hlað­borð í Hlé­garði kl. 14:00-16:00.

Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að klæða sig upp í til­efni dags­ins. Þeim sem klæð­ast þjóð­bún­ingi 17. júní verð­ur boð­ið frítt í kaffi­hlað­borð­ið.

Um kvöld­ið fer fram dans­leik­ur í Hlé­garði þar sem Sálin hans Jóns míns leik­ur.

Dagskrá

Kl. 11:00

 • Há­tíð­ar­guðs­þjón­usta í Lága­fells­kirkju
 • Prest­ur: Sr. Ragn­heið­ur Jóns­dótt­ir
 • Ræðu­mað­ur: Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi

Kl. 13:00

 • Vígsla strand­bla­kvall­ar á Stekkj­ar­flöt
 • Nýr strand­bla­kvöll­ur vígð­ur á úti­vist­ar­svæð­inu Stekkj­ar­flöt við Ála­fosskvos
 • Bikar­meist­ar­ar kvenna og karla leika vígslu­leik­inn að loknu ávarpi frá formanni íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar
 • Í fram­haldi tek­ur við strand­blak­mót fyr­ir börn og ung­linga í um­sjá Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar

Kl. 13:45

 • Skrúð­ganga frá Mið­bæj­ar­torgi
 • Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar leið­ir skrúð­göngu að Hlé­garði

Kl. 14:00

 • Fjöl­skyldu­dagskrá við Hlé­garð
 • Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar tek­ur á móti skrúð­göngu
 • Ávarp fjall­konu
 • Há­tíð­ar­ræða: Bryndís Har­alds­dótt­ir bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur
 • Solla stirða úr Lata­bæ er kynn­ir dags­ins
 • Krakk­ar af leik­skól­an­um Reykja­koti syngja nokk­ur lög
 • Sveppi og Villi mæta með gít­ar­inn og trylla þjóð­há­tíð­ar­gesti
 • Aron Hann­es úr Söngv­akeppni Sjón­varps­ins læt­ur sjá sig
 • At­riði úr Skila­boða­skjóð­unni sem sýnd hef­ur ver­ið í Bæj­ar­leik­hús­inu
 • Dans­hóp­ur DWC stíg­ur tryllt­an dans
 • Glæsi­legt kaffi­hlað­borð Aft­ur­eld­ing­ar í Hlé­garði
 • Hoppu­kastal­ar, skáta­leik­ir og and­lits­málun

Kl. 16:00

 • Sterk­asti mað­ur Ís­lands
 • Keppt um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands á Hlé­garðstún­inu
 • Hjalti Úr­sus held­ur utan um þessa ár­legu aflrauna­keppni

Sunnu­dag­ur 18. júní

Á sunnu­deg­in­um fer hið ár­lega kvenna­hlaup fram. Boð­ið verð­ur upp á fjór­ar vega­lengd­ir: 900 m, 3 km, 5 km, 7 km og 9 km. Hlaup­ið hefst á íþrótta­vell­in­um að Varmá kl. 11:00 að lok­inni upp­hit­un. Mos­fellska söng­kon­an Stef­anía Svavars ríð­ur á vað­ið kl. 10:30 og þær Alfa og Halla Karen stjórna síð­an form­legri upp­hit­un.

 • Skrán­ing er hafin í Wor­ld Class í Lága­fells­laug en einn­ig er hægt að skrá sig á staðn­um frá kl. 10:00
 • Verð: 1.000 kr. fyr­ir 12 ára og yngri og 2.000 kr. fyr­ir eldri en 12 ára
 • All­ir þátt­tak­end­ur fá bol og verð­launa­pen­ing, auk þess fá lang­ömm­ur rós
 • Að loknu hlaupi er þátt­tak­end­um boð­ið frítt í sund að Varmá í boði Mos­fells­bæj­ar
 • Næg bíla­stæði eru við íþróttamið­stöðin að Varmá, Hlé­garð og Brú­ar­land

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00