Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nýtt deiliskipulag er á 2,6 ha svæði á horni Langatanga og Bogatanga. Fyrir er eitt hús á lóðinni, Hamraborg. Byggð tengist um Langatanga og einkennist af blandaðri byggð fjölbýlis-, rað- og einbýlishúsum. Fjölbýli er syðst á reitnum en sérbýli á tveimur hæðum nyrst. Ráðgerðar eru 52 íbúðir á svæðinu að meðtöldu núverandi húsi. Skipulagið er vel tengt fyrirliggjandi innviðum og áætluðum almenningssamgöngum. Tillagan er framsett á deiliskipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og með greinargerð.
Gögn eru aðgengileg á vef Mosfellsbæjar og á Upplýsingatorgi, Þverholti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér tillögur og gert við þær athugasemdir. Tillagan hefur verið kynnt bæði í Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 28. október til og með 12. desember 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: