Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. október 2021

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að aug­lýsa nýtt deili­skipu­lag skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að aug­lýsa nýtt deili­skipu­lag skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Nýtt deili­skipu­lag er á 2,6 ha svæði á horni Langa­tanga og Bo­ga­tanga. Fyr­ir er eitt hús á lóð­inni, Hamra­borg. Byggð teng­ist um Langa­tanga og ein­kenn­ist af bland­aðri byggð fjöl­býl­is-, rað- og ein­býl­is­hús­um. Fjöl­býli er syðst á reitn­um en sér­býli á tveim­ur hæð­um nyrst. Ráð­gerð­ar eru 52 íbúð­ir á svæð­inu að með­töldu nú­ver­andi húsi. Skipu­lag­ið er vel tengt fyr­ir­liggj­andi inn­við­um og áætl­uð­um al­menn­ings­sam­göng­um. Til­lag­an er fram­sett á deili­skipu­lags­upp­drætti, skýr­ing­ar­upp­drætti og með grein­ar­gerð.

Gögn eru að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar og á Upp­lýs­inga­torgi, Þver­holti 2 svo þau sem vilja get kynnt sér til­lög­ur og gert við þær at­huga­semd­ir. Til­lag­an hef­ur ver­ið kynnt bæði í Mos­fell­ingi og Lög­birt­inga­blað­inu. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar ásamt helstu upp­lýs­ing­um og kenni­tölu send­anda. Senda skal þær skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

At­huga­semda­frest­ur er frá 28. októ­ber til og með 12. des­em­ber 2021.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00