Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2020

Í vik­unni var lýð­heilsu­við­ur­kenn­ing­in Mos­fells­bæj­ar, Gul­rót­in af­hent í fjórða skipti. Að þessu sinni kom hún í hlut Höllu Kar­en­ar Kristjáns­dótt­ur.

Gul­rót­in er lýð­heilsu­við­ur­kenn­ing sem ætlað er að hampa ein­stak­lingi, hópi, fyr­ir­tæki eða stofn­un fyr­ir braut­ryðj­endast­arf í þágu heilsu­efl­ing­ar og bættr­ar lýð­heilsu íbúa Mos­fells­bæj­ar. Það var Ólöf Kristín Sívertsen verk­efn­is­stjóri Heilsu­efl­andi sam­fé­lags í Mos­fells­bæ sem færði Höllu Karen við­ur­kenn­ing­una sem í ár var lista­verk frá Ás­garðs­mönn­um úr Ála­fosskvos.

Gul­rót­in af­hent í fjórða skipti

Það eru Heilsu­vin og Mos­fells­bær sem standa að baki við­ur­kenn­ing­unni sem fel­ur í sér þakklæti fyr­ir frum­kvæði og störf í anda lýð­heilsu og á jafn­framt að vera hvatn­ing til allra á þess­um vett­vangi í bæj­ar­fé­lag­inu. Í ár er það Halla Karen íþrótta­fræð­ing­ur sem hlýt­ur við­ur­kenn­ing­una fyr­ir að stuðla að auk­inni hreyf­ingu og gleði með­al bæj­ar­búa til ára­tuga.

Hríf­ur fólk með já­kvæðni og hvatn­ingu

Í rök­stuðn­ingi seg­ir að Halla Karen hafi ver­ið í fremstu röð og í raun óþreyt­andi við að hvetja bæj­ar­búa til hreyf­ing­ar og heil­brigð­ari lífs­stíls í ára­tugi. Hún starf­ræki m.a. hlaupa­hóp í bæn­um og hafi einn­ig gert frá­bæra hluti varð­andi hreyf­ingu eldri Mos­fell­inga síð­ustu ár.

Halla Karen fái fólk ekki ein­göngu til að hreyfa sig held­ur stuðli hún jafn­framt að fé­lags­legri og and­legri vellíð­an með upp­byggj­andi fróð­leik, nú­vit­und, skemmti­leg­um spak­mæl­um um heilsu og enda­lausri hvatn­ingu. Með já­kvæðni sinni og lífs­gleði hrífi hún fólk með sér til hreyf­ing­ar og bætts lífs­stíls og sé mik­il og góð fyr­ir­mynd fyr­ir alla bæj­ar­búa.

Mynd: Ólöf Kristín og Halla Karen með lýð­heilsu­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00