Fjölskyldusvið hefur nýverið endurútgefið bækling um þá þjónustu sem eldri Mosfellingar geta sótt um ásamt nokkrum góðum ábendingum um hvert skal leita til að fá aðstoð og þjónustu.
Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ miðar að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er. Eldri borgarar eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði, í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraða nr. 125/1999.
Fjölskyldusvið hefur nýverið endurútgefið bækling um þá þjónustu sem eldri Mosfellingar geta sótt um ásamt nokkrum góðum ábendingum um hvert skal leita til að fá aðstoð og þjónustu.