Vegna þurrka undanfarið og veðurspár sem er í gildi fyrir næstu daga telur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hættu á gróðureldum vera til staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsfólk þjónustustöðvar vinnur að því að setja upp skilti á þeim svæðum sem eru talin vera í hvað mestri hættu vegna þessa í Mosfellsbæ:
- Úlfarsfell – bílastæði skógræktarsvæðis við Vesturlandsveg og við Skarhólabraut.
- Þormóðsdalur – áningarstaður við skógræktarsvæði.
- Æsustaðafell – áningarstaður við skógræktarsvæði í Mosfellsdal.