Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

„Gul­rót­in“ er ný lýð­heilsu­við­ur­kenn­ing sem ætlað er að hampa ein­stak­lingi, hópi, fyr­ir­tæki eða stofn­un fyr­ir braut­ryðj­endast­arf í þágu heilsu­efl­ing­ar og bættr­ar lýð­heilsu íbúa Mos­fells­bæj­ar.

Heilsu­vin og Mos­fells­bær standa að baki við­ur­kenn­ing­unni sem fel­ur í sér þakklæti fyr­ir frum­kvæði og störf í anda lýð­heilsu og á jafn­framt að vera hvatn­ing til allra á þess­um vett­vangi í bæj­ar­fé­lag­inu.

Við­mið fyr­ir til­nefn­ingu

Við­ur­kenn­ing­una geta þeir hlot­ið sem hafa stuðlað að einu eða fleiru af eft­ir­far­andi:

  • Hafa haft for­göngu um hverskyns hreyf­ingu til bættr­ar lýð­heilsu.
  • Hafa hvatt til bætts mataræð­is eða stuðlað, með frum­kvæði sínu, að heilsu­efl­andi mataræði.
  • Hafa stuðlað að efl­ingu og/eða við­horfs­breyt­ingu á sviði geð­heilsu og bættri sjálfs­mynd ein­stak­linga.
  • Hafa á einn eða ann­an hátt hvatt til og/eða stuðlað að bættri lík­am­legri, and­legri og fé­lags­legri vellíð­an og lífs­gæð­um íbúa Mos­fells­bæj­ar.

Hvern­ig er hægt að til­nefna?

Til­nefn­ing­ar skulu send­ar í gegn­um vef Heilsu­vinj­ar en þar er að finna sér­stakt form til að fylla út.

Beð­ið er um nafn á þeim ein­stak­lingi, hópi, fyr­ir­tæki eða stofn­un sem á að til­nefna auk rök­stuðn­ings fyr­ir til­nefn­ing­unni.

Dóm­nefnd

Dóm­nefnd verð­ur skip­uð fimm full­trú­um sem koma frá Mos­fells­bæ, Heilsu­vin, Aft­ur­eld­ingu, Fé­lagi lýð­heilsu­fræð­inga og Embætti land­lækn­is.

Opið verð­ur fyr­ir til­nefn­ing­ar til mið­nætt­is 10. maí 2017.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00