Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þriðjudaginn 25. janúar frá kl. 12:00-20:00 er búist er við suðvestan og vestan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og rigningu. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.