Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun vegna veðurs gildi kl. 10 í fyrramálið, þriðjudaginn 23. maí, og gildir til kl. 6 á miðvikudagsmorgun, 24. maí.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum í dag/kvöld eins og garðhúsgögnum, trampólínum, kerrum, ferðavögnum o.s.frv. til að forðast tjón.