Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 21 á föstudagskvöld til kl. 6 á laugardagsmorgun.
Spáð er suðaustan hvassviðri og rigningu.
Fólk er því eindregið hvatt til þess að ganga frá og ferja lausamuni tímanlega til að forðast tjón. Hér er t.d. átt við garðhúsgögn, trampólín, kerrur, ferðavagna, stillansa o.s.frv. Sérstök ástæða er líka til að nefna ruslatunnur, en þeim hefur fjölgað við mörg heimil að undanförnu. Einnig þarf að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Þá er þeim tilmælum enn fremur beint til byggingarverktaka að ganga vel frá byggingar- og framkvæmdasvæðum sem þeir bera ábyrgð á.
Að síðustu er minnt á mikilvægi þess að fylgjast vel með veðurspám í bæði aðdraganda þessarar fyrstu haustlægðar ársins, sem svo hefur verið kölluð, en líka á meðan hún gengur yfir.
Tengt efni
Gul viðvörun vegna veðurs 23. og 24. maí 2023
Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun vegna veðurs gildi kl. 10 í fyrramálið, þriðjudaginn 23. maí, og gildir til kl. 6 á miðvikudagsmorgun, 24. maí.
Appelsínugul veðurviðvörun þriðjudaginn 7. febrúar 2023
Í fyrramálið, þriðjudaginn 7. febrúar, frá kl. 6:00 – 8:00 er í gildi appelsínugul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu.
Gul viðvörun vegna veðurs föstudaginn 3. febrúar 2023
Veðurstofa Íslands spáir suðaustan 15-23 m/s og talsverðri rigningu á morgun, föstudag.