Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. ágúst 2023

Gul við­vörun vegna veð­urs hef­ur ver­ið gef­in út fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið og gild­ir hún frá kl. 21 á föstu­dags­kvöld til kl. 6 á laug­ar­dags­morg­un.

Spáð er suð­aust­an hvassviðri og rign­ingu.

Fólk er því ein­dreg­ið hvatt til þess að ganga frá og ferja lausa­muni tím­an­lega til að forð­ast tjón. Hér er t.d. átt við garð­hús­gögn, trampólín, kerr­ur, ferða­vagna, still­ansa o.s.frv. Sér­stök ástæða er líka til að nefna rusla­tunn­ur, en þeim hef­ur fjölgað við mörg heim­il að und­an­förnu. Einn­ig þarf að huga að nið­ur­föll­um til að forð­ast vatns­tjón.

Þá er þeim til­mæl­um enn frem­ur beint til bygg­ing­ar­verktaka að ganga vel frá bygg­ing­ar- og fram­kvæmda­svæð­um sem þeir bera ábyrgð á.

Að síð­ustu er minnt á mik­il­vægi þess að fylgjast vel með veð­ur­spám í bæði að­drag­anda þess­ar­ar fyrstu haust­lægð­ar árs­ins, sem svo hef­ur ver­ið kölluð, en líka á með­an hún geng­ur yfir.

Tengt efni

  • Hláku­tíð framund­an sam­kvæmt veð­ur­spá

    Sam­kvæmt veð­ur­spá fer veð­ur hlýn­andi á næstu dög­um og því lík­lega hláku­tíð framund­an.

  • Vetr­ar­þjón­usta

    Sið­ustu vik­ur hafa bæði verk­tak­ar og starfs­fólk þjón­ustu­stöðv­ar ver­ið kölluð út nánast dag­lega til að sinna verk­efn­um tengd­um snjómokstri eða hálku­vörn­um og starfs­menn þjón­ustu­stöðv­ar ver­ið á vakt­inni all­an sóla­hring­inn.

  • Gul veð­ur­við­vörun fram að há­degi 18. janú­ar 2024

    Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vek­ur at­hygli á gulri veð­ur­við­vörun í nótt og fram að há­degi á morg­un fimmtu­dag­inn 18. janú­ar 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00