Spáð er suðaustan 15-23 m/s og rigningu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við Kjalarnes. Einnig geta verið hvassir sviftivindar í efri byggðum og við háar byggingar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.