Slökkvilið Höfuðborgarsvæðins vekur athygli á slæmu veðurútliti í kvöld og nótt.
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðins vekur athygli á slæmu veðurútliti, en í kvöld og nótt (aðfaranótt sunnudags) er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi á höfuðborgarsvæðinu með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri.
Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó.
Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns og er fólk eindregið hvatt til þess.
Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hvassvirði/stormur frá kl. 23 í kvöld og fram til kl. 6 í nótt (aðfaranótt sunnudags) og gildir þá gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið á sama tíma.
Íbúar í Mosfellsbæ geta nálgast sand við Þjónustustöð Mosfellsbæjar að Völuteig 15 til að bera á plön og stéttir við heimahús.
Tengt efni
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan.
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Gul veðurviðvörun fram að hádegi 18. janúar 2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.