Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.
Gera má ráð fyrir talsverðri snjókomu um tíma, versnandi akstursskilyrðum og mögulegum afmörkuðum samgöngutruflunum. Í tilkynningunni er lagt til að farið sé varlega, snjór hreinsaður vel af ökutækjum og lagt sé afstað fyrr en vanalega.