Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula og appelsínugula viðvörun vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið mánudaginn 14. febrúar.
21. febrúar kl. 17:00 – 20:00
Suðaustan hvassviðri eða stormur með úrkomu (Gult ástand)
Suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið erfiðri færð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi til að forðast vatnstjón. Líkur á afmörkuðum samgöngutruflunum.
21. febrúar kl. 20:00 – 23:59
Suðaustan rok með úrkomu (Appelsínugult ástand)
Suðaustan stormur eða rok 20-28 m/s. Innan tímabilsins má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.
22. febrúar kl. 06:00 – 13:00
Suðvestan stormur með úrkomu (Gult ástand)
Suðvestan stormur 20-25 m/s. Rigning eða slydda, síðar él. Slæmt ferðaveður, líkur á samgöngutruflunum. Spáð er hárri ölduhæð og hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Sýna þarf aðgát við ströndina og festa vel báta í höfnum.