Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. janúar 2024

Fimmtu­dag­inn 4. janú­ar voru af­hent­ar við­ur­kenn­ing­ar til íþrótta­fólks sér­sam­banda Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands (ÍSÍ) auk þess sem kjör Sam­taka íþróttaf­rétta­manna (SÍ) á íþrótta­manni árs­ins, liði árs­ins og þjálf­ara árs­ins voru til­kynnt. Einn­ig var út­nefnd­ur Íþrótta­eld­hugi árs­ins úr röð­um sjálf­boða­liða í íþrótta­hreyf­ing­unni. Með því vill ÍSÍ vekja at­hygli á starfi sjálf­boða­liða en þeir gegna mik­il­vægu hlut­verki hjá öll­um íþrótta­fé­lög­um lands­ins.

Guð­rún Kristín Ein­ars­dótt­ir, sem starfað hef­ur fyr­ir Aft­ur­eld­ingu og Blak­sam­band Ís­lands, var út­nefnd Íþrótta­eld­hugi árs­ins 2023. Hún hlaut veg­leg­an verð­launa­grip sem Sig­urð­ur Ingi Bjarna­son gullsmið­ur hann­aði sér­stak­lega fyr­ir þenn­an tit­il.

ÍSÍ bár­ust 163 til­nefn­ing­ar um 112 ein­stak­linga úr 20 íþrótta­grein­um en sér­stök val­nefnd valdi þrjá ein­stak­linga þar úr:

  • Ed­vard Skúla­son, sem starfað hef­ur fyr­ir Knatt­spyrnu­fé­lag­ið Val (knatt­spyrna),
  • Guð­rún Kristín Ein­ars­dótt­ir, sem starfað hef­ur fyr­ir Aft­ur­eld­ingu og Blak­sam­band Ís­lands (blak),
  • Ólaf­ur Elí Magnús­son, sem starfað hef­ur fyr­ir Íþrótta­fé­lag­ið Dím­on (borð­tenn­is, glíma, blak, badm­inton og frjálsí­þrótt­ir)

Öll hafa þau unn­ið mik­ið og óeig­ingjarnt starf í þágu íþrótta.


Ljós­mynd: Vikt­or Örn Guð­laugs­son

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00