Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. september 2016

Guð­björg Linda Udengard hef­ur ver­ið ráð­in í starf fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Linda er þroska­þjálfi að mennt með diploma í sér­kennslu­fræð­um. Hún hef­ur lok­ið M.ED. gráðu í upp­eld­is- og kennslu­fræð­um og lauk BA námi í ferða­mála­fræði frá Há­skól­an­um á Hól­um í vor. Linda hef­ur auk þess stundað nám í op­in­berri stjórn­sýslu.

Linda hef­ur ver­ið lyk­il­starfs­mað­ur á mennta­sviði Kópa­vogs­bæj­ar í 16 ár og þar á und­an á Íþrótta- og tóm­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar í 12 ár. Hún hef­ur haft yf­ir­um­sjón og bor­ið ábyrgð á rekstri 14 starfs­stöðva hjá Kópa­vogs­bæ þar með tal­ið fé­lags­mið­stöðv­ar Kóp­vogs­bæj­ar, ung­dóms­hús og yf­ir­um­sjón með fé­lags­starfi eldri borg­ara og full­orð­ins­fræðslu. Hún hef­ur kom­ið mik­ið að stefnu­mót­un í íþrótta- og tóm­stund­astarfi en auk þess starfa þvert á deild­ir og tek­ið þátt í verk­efn­um leik- og grunn­skóla.

Linda hóf störf 1. sept­em­ber og tek­ur við að Birni Þráni Þórð­ar­syni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00