Guðbjörg Linda Udengard hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Linda er þroskaþjálfi að mennt með diploma í sérkennslufræðum. Hún hefur lokið M.ED. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum og lauk BA námi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum í vor. Linda hefur auk þess stundað nám í opinberri stjórnsýslu.
Linda hefur verið lykilstarfsmaður á menntasviði Kópavogsbæjar í 16 ár og þar á undan á Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar í 12 ár. Hún hefur haft yfirumsjón og borið ábyrgð á rekstri 14 starfsstöðva hjá Kópavogsbæ þar með talið félagsmiðstöðvar Kópvogsbæjar, ungdómshús og yfirumsjón með félagsstarfi eldri borgara og fullorðinsfræðslu. Hún hefur komið mikið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi en auk þess starfa þvert á deildir og tekið þátt í verkefnum leik- og grunnskóla.
Linda hóf störf 1. september og tekur við að Birni Þráni Þórðarsyni.
Tengt efni
Samningur við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Í dag, fimmtudaginn 28. september, undirritaði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri samning til tveggja ára við markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.