Guðbjörg Linda Udengard hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Linda er þroskaþjálfi að mennt með diploma í sérkennslufræðum. Hún hefur lokið M.ED. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum og lauk BA námi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum í vor. Linda hefur auk þess stundað nám í opinberri stjórnsýslu.
Linda hefur verið lykilstarfsmaður á menntasviði Kópavogsbæjar í 16 ár og þar á undan á Íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar í 12 ár. Hún hefur haft yfirumsjón og borið ábyrgð á rekstri 14 starfsstöðva hjá Kópavogsbæ þar með talið félagsmiðstöðvar Kópvogsbæjar, ungdómshús og yfirumsjón með félagsstarfi eldri borgara og fullorðinsfræðslu. Hún hefur komið mikið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi en auk þess starfa þvert á deildir og tekið þátt í verkefnum leik- og grunnskóla.
Linda hóf störf 1. september og tekur við að Birni Þráni Þórðarsyni.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði