Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. apríl 2010

Fiðlu­leik­ar­inn Greta Salóme Stef­áns­dótt­ir held­ur tón­leika á Menn­ing­ar­vori í Mos­fells­bæ í kvöld ásamt gest­um.

Greta Salóme stefn­ir á að halda skemmti­lega og fjöl­breytta tón­leika en með henni spil­ar m.a. Ólaf­ur Arn­alds ásamt strengjatríói. Á efn­is­skránni verða verk eft­ir Bach, Kreis­ler, Massenet auk nokk­urra verka eft­ir Ólaf Arn­alds.

Tón­leik­ar Gretu Salóme fara fram í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar í Kjarna, Þver­holti 2, og hefjast kl. 20:00. Að­gang­ur er ókeyp­is.

Menn­ing­ar­vor í Mos­fells­bæ er nú hald­ið í ann­að sinn. Að þessu sinni verða fjöl­breytt­ir menn­ing­ar­við­burð­ir haldn­ir um all­an bæ. Hvert þriðju­dags­kvöld verð­ur metn­að­ar­full tón­list­ar- og menn­ing­ar­dagskrá í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar og á hverju fimmtu­dags­kvöldi munu mynd­list­ar­menn opna vinnu­stof­ur sín­ar þar sem mos­fellsk­ir tón­list­ar­menn flytja tónlist.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00