Breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis – ný lóð fyrir dreifistöð. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis sem samþykkt var 11.08.2005 m.s.br. Breytingin er kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis – ný lóð fyrir dreifistöð.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis sem samþykkt var 11.08.2005 m.s.br. Breytingin er kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð fyrir dreifstöð við Sunnukrika 4, norð-vestan við núverandi bensínstöð Atlantsolíu ehf. Hin nýja lóð er 35 m2 og nýtingarhlutfall hennar 0,62. Áætlað er að byggja 17 m2 dreifistöð Veitna ohf á lóðinni.
Hér með gefinn kostur á að koma skriflegum athugasemdum eða ábendingum vegna áformaðra breytinga á deiliskipulaginu á framfæri á netfangið skipulag[hja]mos.is eða í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 10. júní – til 9. júlí n.k. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir breytingunum.
10. júní 2020
Kristinn Pálsson
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: