Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 19. mars sl. var samþykkti að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tungumela í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að bætt er við nýrri innkeyrslu til vesturs á lóðinni Bugðufljót 2.
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 19. mars sl. var samþykkti að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tungumela í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að bætt er við nýrri innkeyrslu til vesturs á lóðinni Bugðufljót 2. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur sem sýnir framangreindar breytingar.
- Bugðufljót 2 (pdf).
Í 44. gr. Skipulagslaga segir m.a. um grenndarkynningar:
„Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd, sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu.Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlun og gefur þeim kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests sem skal vera a.m.k. 4 vikur. (…)“
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga. Fólki er hér með gefinn kostur á að koma skriflegum athugasemdum eða ábendingum vegna áformaðra breytinga á deiliskipulaginu á framfæri í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er 4 vikur frá dagsetningu fréttarinnar, þ.e. til og með 12. maí nk. Litið verður svo á, að þau sem ekki gera athugasemdir séu samþykk breytingunum.
Bent skal á að heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningarinnar, ef allir þátttakendur hafa fyrir ofangreindan eindaga lýst því skriflega yfir með áritun á uppdrátt, að þeir geri ekki athugasemdir við breytingarnar.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Önnu Margréti Tómasdóttur, verkefnastjóra á umhverfissviði, í símatíma mán. – fim kl. 10:00-11:00 eða á netföngin annamargret[hja]mos.is og skipulag[hja]mos.is.
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: