Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Breytingin varðar grenndarhagsmuni aðliggjandi lóða og með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Tillagan sýnir að auka eigi byggingarheimildir lóðar úr 220 m² í 360 m². Tillagan er framsett sem textabreyting greinargerðar gildandi deiliskipulags.
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við 44. gr. sömu laga er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar hafi hagsmunaaðilar skriflega lýst því yfir að ekki verði gerðar athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.
Hér með er gefinn kostur á að koma ábendingum eða umsögn á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Umsagnir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er rúmlega 4 vikur frá dagsetningu, þ.e. til og með 30. júní n.k.