Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. desember 2020

Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um þann 4. des­em­ber sl. að láta fara fram grennd­arkynn­ingu í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. Skipu­lagslaga nr. 123/2010, vegna til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Ála­fosskvos­ar.

Breyt­ing­in fel­ur í sér að skipu­lags­svæð­ið er stækkað yfir á syðri bakka Var­már og gert er ráð fyr­ir nýrri brú yfir Var­mána.

Í 44. gr. Skipu­lagslaga seg­ir m.a. um grennd­arkynn­ing­ar:

„Þeg­ar sótt er um bygg­ing­ar- eða fram­kvæmda­leyfi fyr­ir fram­kvæmd, sem er í sam­ræmi við land­notk­un, byggða­mynst­ur og þétt­leika byggð­ar í þeg­ar byggðu hverfi og deili­skipu­lag ligg­ur ekki fyr­ir eða um er að ræða óveru­lega breyt­ingu á deili­skipu­lagi skal skipu­lags­nefnd láta fara fram grennd­arkynn­ingu.

Grennd­arkynn­ing felst í því að skipu­lags­nefnd kynn­ir ná­grönn­um sem tald­ir eru geta átt hags­muna að gæta leyf­is­um­sókn eða til­lögu að breyt­ingu á skipu­lags­áætlun og gef­ur þeim kost á að tjá sig um hana inn­an til­skil­ins frests sem skal vera a.m.k. 4 vik­ur.

Í þessu til­viki er um að ræða óveru­lega breyt­ingu á deili­skipu­lagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. Skipu­lagslaga. Skrif­leg­um at­huga­semd­um eða ábend­ing­um vegna áform­aðra breyt­inga á deili­skipu­lag­inu skal kom­ið á fram­færi í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar að Þver­holti 2. Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um eða ábend­ing­um er til 14. janú­ar nk. Lit­ið verð­ur svo á, að þeir sem ekki gera at­huga­semd­ir séu sam­þykk­ir breyt­ing­un­um.

Bent skal á að heim­ilt er að stytta tíma­bil grennd­arkynn­ing­ar­inn­ar, ef all­ir þátt­tak­end­ur hafa fyr­ir of­an­greind­an eindaga lýst því skrif­lega yfir með árit­un á upp­drátt, að þeir geri ekki at­huga­semd­ir við breyt­ing­arn­ar.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veitt­ar í gegn­um net­fang­ið skipu­lag[hja]mos.is eða í síma­tíma frá kl. 10:00-11:00 mánu­daga til fimmtu­daga.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00