Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. febrúar 2023

Á fundi Skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 13.01.2023 var sam­þykkt að grennd­arkynna í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, um­sókn um bygg­inga­áform eig­enda Hamra­brekkna 8, lnr. 124655.

Um er að ræða leyfi til að byggja 42,7 m² frí­stunda­hús á einni hæð. Að­koma að lóð ligg­ur gegn­um lóð­ina Hamra­brekk­ur 7. Bráða­birgða að­koma frá Nesja­vall­ar­vegi verð­ur lögð af. Deili­skipu­lag ligg­ur ekki fyr­ir á svæð­inu sem fram­kvæmd­irn­ar eru áform­að­ar á.

Hér með er gef­inn kost­ur á að koma at­huga­semd­um eða ábend­ing­um á fram­færi vegna þeirra fram­kvæmda sem sótt hef­ur ver­ið um. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um send­anda, og merkt­ar skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ. Einnig má senda at­huga­semd­ir í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um/ábend­ing­um er til og með 3. mars 2023.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00