Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13.01.2023 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn um byggingaáform eigenda Hamrabrekkna 8, lnr. 124655.
Um er að ræða leyfi til að byggja 42,7 m² frístundahús á einni hæð. Aðkoma að lóð liggur gegnum lóðina Hamrabrekkur 7. Bráðabirgða aðkoma frá Nesjavallarvegi verður lögð af. Deiliskipulag liggur ekki fyrir á svæðinu sem framkvæmdirnar eru áformaðar á.
Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 3. mars 2023.
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi - gestahús á frístundahúsalóð við Hafravatn
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13.01.2023 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn um byggingaáform á frístundahúsalóð við Hafravatn, L125498.
Stækkun Hamra hjúkrunarheimilis við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt á fundi sínum þann 01.02.2023 að kynna og auglýsa eftirfarand tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning: Breyting á deiliskipulagi Þrastarhöfða - Þrastarhöfði 14, 16 og 20
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 13. janúar 2023, var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Þrastarhöfða.